Fara í innihald

Kimi Räikkönen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kimi Räikkönen
Räikkönen árið 2017
Fæddur
Kimi-Matias Räikkönen

17. október 1979 (1979-10-17) (45 ára)
ÞjóðerniFinnland Finnskur

Kimi-Matias Räikkönen (f. 17. október, 1979) er finnskur kappakstursíþróttamaður sem hefur keppt í nokkrum kappakstrum í Nascar bikar seríum á síðustu árum.[heimild vantar] Räikkönen er þó hvað þekktastur fyrir að keppa í Formúlu 1 á árunum 2001 til 2021 þó með einu hléi frá 2010 til 2011. Hann keyrði fyrir 5 lið í Formúlu 1, Sauber (2001), McLaren (2002-2006), Ferrari (2007-2009, síðan aftur 2014-2018), Lotus (2012-2013) og Alfa Romeo (2019-2021). Räikkönen hefur orðið einu sinni heimsmeistari í Formúlu 1 og það var árið 2007 þegar hann ók fyrir Ferrari liðið. Räikkönen er síðasti ökumaðurinn sem hefur unnið heimsmeistaratitil í Formúlu 1 fyrir Ferrari liðið sem ökumaður.