Kim Petras

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kim Petras
Petras árið 2021
Petras árið 2021
Upplýsingar
Fædd27. ágúst 1992 (1992-08-27) (31 árs)
Köln, Norðurrín-Vestfalía, Þýskaland
Störf
 • Söngkona
 • lagahöfundur
Ár virk2008–í dag
Stefnur
Útgefandi
Meðlimur íK/DA
Vefsíðakimpetras.com

Kim Petras (f. 27. ágúst 1992) er þýsk söngkona og lagahöfundur. Áður en hún skrifaði undir hjá Amigo og Republic Records, gaf hún út tónlist undir sinni eigin útgáfu, BunHead Records.[2]

Petras byrjaði að taka upp tónlist sem unglingur. Á árunum 2017 til 2019 gaf hún út nokkrar smáskífur, þar með talið „I Dont Want It at All“, „Heart to Break“ og „1, 2, 3 Dayz Up“. Nokkrar þeirra komust á Dance/Electronic Songs listann hjá Billboard. Árið 2019 gaf hún út blandspólurnar Clarity og Turn Off the Light.

Petras skrifaði undir hjá Republic Records árið 2021 og gaf út stuttskífuna Slut Pop árið eftir. Petras kom fram á smáskífunni „Unholy“ með Sam Smith sem komst á topp margra vinsældalista, þar með talið UK Singles Chart og Billboard Hot 100, sem gerði hana að fyrstu trans konunni til að ná fyrsta sæti í Bandaríkjunum.[3][4] Hún var fyrsta trans konan til að fá Grammy-verðlaun fyrir besta popp flutning tvíeykis/hóps (Best Pop Duo/Group Performance) fyrir „Unholy“ árið 2023, og önnur trans manneskjan yfir höfuð til að vinna Grammy-verðlaun, eftir Wendy Carlos.[4][5][6]

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

 • Feed the Beast (2023)
 • Problématique (2023)

Stuttskífur[breyta | breyta frumkóða]

 • One Piece of Tape (2011)
 • Turn Off the Light, Vol. 1 (2018)
 • Slut Pop (2022)
 • Slut Pop Miami (2024)

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Malibu – Single by Kim Petras“. Apple music. 7. maí 2020. Afrit af uppruna á 3. ágúst 2021. Sótt 2. ágúst 2021.
 2. Aswad, Jem (26. ágúst 2021). „Pop Singer-Songwriter Kim Petras Signs With Republic Records (EXCLUSIVE)“. Variety. Afrit af uppruna á 22. september 2022. Sótt 27. ágúst 2021.
 3. Segalov, Michael (11. nóvember 2022). „Kim Petras: 'I am unapologetic about who I am'. The Guardian. Afrit af uppruna á 12. nóvember 2022. Sótt 12. nóvember 2022.
 4. 4,0 4,1 McEvoy, Colin (6. febrúar 2023). „Beyoncé Made History at the 2023 Grammy Awards. She Wasn't the Only One“. Biography. Afrit af uppruna á 11. febrúar 2023. Sótt 11. febrúar 2023.
 5. Nicholson, Jessica (5. febrúar 2023). „Kim Petras Makes History As First Openly Trans Woman to Win a Grammy“. Billboard. Afrit af uppruna á 6. febrúar 2023. Sótt 6. febrúar 2023.
 6. Helfand, Raphael (6. febrúar 2023). „While we're celebrating Kim Petras' historic achievement, let's give Wendy Carlos her flowers“. The Fader. Afrit af uppruna á 18. mars 2023. Sótt 18. mars 2023.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.