Ketillaugarfjall
Útlit
Ketillaugarfjall | |
---|---|
Hæð | 668 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Sveitarfélagið Hornafjörður |
breyta upplýsingum |
Ketillaugarfjall er 668 m hátt fjall í Nesjum í Hornafirði. Fjallið er allbratt og litríkt. Auðveldast er að ganga á það austan megin frá og er útsýni mikið og fagurt þegar upp er komið. Sú þjóðsaga er sögð um fjallið, að Ketillaug nokkur hafi gengið í fjallið og hafði hún með sér ketil, fullan af gulli. Af henni hefur fjallið nafn sitt.