„Aulus Gellius“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Zorrobot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: ca:Aule Gel·li
Muro Bot (spjall | framlög)
m robot Breyti: pt:Aulo Gélio
Lína 30: Lína 30:
[[no:Aulus Gellius]]
[[no:Aulus Gellius]]
[[pl:Gelliusz]]
[[pl:Gelliusz]]
[[pt:Aulus Gellius]]
[[pt:Aulo Gélio]]
[[ru:Авл Геллий]]
[[ru:Авл Геллий]]
[[sk:Aulus Gellius]]
[[sk:Aulus Gellius]]

Útgáfa síðunnar 30. júní 2009 kl. 16:03

Aulus Gellius (um 125 - eftir 180) var latneskur rithöfundur og málfræðingur, hugsanlega af afrískum uppruna en líklega fæddur og uppalinn í Róm.

Hann nam málfræði og mælskulist í Róm og heimspeki í Aþenu. Að námi sínu loknu í Aþenu sneri hann aftur til Rómar.

Eina ritverk hans, Attíkunætur (Noctes Atticae) dregur nafn sitt af því að hann hóf vinnu við það langar vetrarnætur á Attíkuskaganum á Grikklandi. Hann hélt áfram að vinna í verkinu eftir að hann sneri aftur til Rómar. Í verkinu ægir saman fróðleik um margvísleg efni, svo sem málfræði, rúmfræði, heimspeki, sagnfræði og flestum öðrum þekkingargreinum hans tíma. Ritið er í tuttugu bókum. Þær eru allar varðveittar nema áttunda bók en úr henni er einungis varðveitt efnisyfirlit.

Heimildir

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Aulus Gellius“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 13. febrúar 2007.
  • Leofranc Holford-Strevens, Aulus Gellius: An Antonine Author and his Achievement (Oxford : Oxford University Press, 2005).
  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.