„Ritstíll“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Lína 35: Lína 35:
== Tenglar ==
== Tenglar ==
* [http://www.timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=435833&pageSelected=5&lang=0 ''Hugleiðingar um tungu og stíl''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1992]
* [http://www.timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=435833&pageSelected=5&lang=0 ''Hugleiðingar um tungu og stíl''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1992]
* [http://www.jonas.is/kennsla.lasso?tre=4&id=49 ''Reglur William Strunk um stíl''; af Jonas.is]


[[Flokkur:Skrif]]
[[Flokkur:Skrif]]

Útgáfa síðunnar 27. janúar 2009 kl. 16:35

Ritstíll er yfirbragð og gangverk skrifaðs texta, og með því einnig innri hrynjandi og samræmi orðanotkunar og innihalds, setningaskipunar og hugsunar. Ritstíll er oft litaður af tíðarandanum og talmáli hvers tíma. Góður stílisti þjálfar ólíka ritstíla (þ.e. hermir og lærir), beygir þá undir sig, rétt eins og hann stækkar í sífellu orðaforða sinn og finnur hverju orði réttan stað í texta. Í mörgum tilfellum hefur góður stílisti einnig náð að tengja efni sitt og um leið persónuleika sinn við orðin og nær þannig oft betur í gegn til lesandans og getur því skapað raunverulegar tilfinningar í huga hans.

Grunnboðorð að góðum ritstíl

Í íslensku eru eftirfarandi gjarnan talin einkenni á góðum ritstíl:[1]

  • 1. Þú skalt velja þau orð sem hæfa best.
  • 2. Þú skalt finna hverju orði sem bestan stað í verkum þínum.
  • 3. Þú skalt aldrei nota fleiri orð en þörf krefur.

Cicero

Rómverjinn Cíceró taldi að til væru þrjár stíltegundir sem hægt væri að nota:[2]

  • Einfaldur stíll til að gefa til kynna staðreyndir eða sannanir.
  • Hófstilltur stíll til skemmtunar.
  • Tilfinningaþrunginn stíll til að snúa hug áheyrandans.

Ritstílar

  • barnalegur ritstíll – höfundur skrifar eins og barn sem lítið veit (getur verið stílbragð). Orðaforði takmarkaður og setningabyggingin bernsk.
  • hátíðlegur ritstíll – höfundur ávarpar lesendur af töluverðri (eða mikilli) alvöru (vandmeðfarinn ritstíll og sem ekki á alltaf við; getur verið stílbragð).
  • hátimbraður ritstíll – höfundur nær ekki jarðsambandi, eða er of háfleygur. Stundum er hátimbraður ritstíll aðeins merki um að höfundur vilji fela vankunáttu sína. Ekki er það þó einhlýtt.
  • hversdagslegur ritstíll – höfundur skrifar eins og hann hafi aðeins lesið dagblöð alla ævi.[3] Hversdagslegur stíll er auðveldur aflestrar, en ber takmörkuð persónuleikaeinkenni.
  • kansellístíll – embættisbréfastíll með flókinni og samanskrúfaðri orðskipan (að uppruna dansk-þýskri); samanbarinn og tilgerðarlegur flækjustíll. [4] [5]
  • klúsaður ritstíll eða broti – ritstíll með snúið, flækjukennt, tilgerðarlegt mál(far).
  • knosaður ritstíll eða tyrfinn ritstíll – orðabeitingin samanrekinn og textinn torskilinn.
  • kurlstíll – stíll með stuttum setningum, oft einkenni Íslendingasagna.
  • lágkúrulegur ritstíll – höfundur þjáist af menningarleysi, viðhefur klaufalega orðaskipun, kauðskt orðalag og kauðskar orðmyndir, ónákvæm og geigandi beitingu orða og fábreytilegan orðaforða.
  • lipur ritstíll – liðlegur ritháttur, stíll sem áreynslumerki sjást ekki á.
  • sprokverskur ritstíll – höfundur virðist ekki vita hvaða tungumál hann er að skrifa, þar eð hann slettir í gríð og erg (getur verið stílbragð).
  • staglstíll - er stíll sem algengur er af hendi opinberra aðila. Dæmi: „Stöður grunnskólakennara við grunnskóla úti um allt land“. (sjá Nástaða)
  • stílleysa – höfundur er fastur í rásinni og skrifar dauflegan texta, kemur sér ekki undan klisjum og er æði tilþrifalítill og jafnvel svo að textinn verður að engu.
  • talmálsritstíll – höfundur skrifar eins og almenningur talar, en slíkur ritstíll er oftast aðeins heppilegur í ræðu.
  • tilgerðarlegur ritstíll – höfundur ræður ekki við tungumálið, en gerir sig til fyrir því.

Neðanmálsgreinar

  1. Sjá Herman Pálsson, Hugleiðingar um tungu og stíl; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1992
  2. Íslensk málsaga
  3. Stíll dagblaða er þó ekki alltaf hversdagslegur. Hann getur verið tilgerðarlegur, klúsaður, lágkúrulegur eða jafnvel stílleysa.
  4. http://www.ma.is/kenn/svp/kennsluefni/malsaga/malsverk/mv11.htm
  5. Íslensk málsaga Kansellístíll er kenndur við Kansellí, eina af stjórnarskrifstofum í Kaupmannahöfn.

Tenglar