„Marianne E. Kalinke“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Marianne E. Kalinke''' – (fædd 1939) er prófessor (á eftirlaunum) í germönskum fræðum og samanburðarbókmenntum við [...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 3. ágúst 2017 kl. 16:31

Marianne E. Kalinke – (fædd 1939) er prófessor (á eftirlaunum) í germönskum fræðum og samanburðarbókmenntum við Illinois-háskóla í Bandaríkjunum. Hún hefur sérstakan áhuga á íslenskum fornbókmenntum.

Marianne E. Kalinke fæddist árið 1939 í Königsberg í Þýskalandi, sem nú heitir Kalíníngrad og tilheyrir Rússlandi. Fjölskylda hennar flúði til Bandaríkjanna þegar hún var tíu ára og hefur hún búið þar síðan. Hún tók M.A.-próf frá kaþólska háskólanum í Washington og doktorspróf frá Indiana háskóla. Hún kenndi við Rhode Island háskóla í átta ár eftir að hún lauk doktorsprófi en varprófessor í germönskum málum og samanburðarbókmenntum við Illinois háskóla frá 1979.

Hún hefur mikið fengist við íslenskar fornbókmenntir, einkum riddarasögur sem þýddar voru úr frönsku og tengdust Artúri konungi og köppum hans. Hún hefur sterk tengsl við Ísland og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, og er í hópi ráðgjafa á vegum stofnunarinnar.

Helstu rit

  • King Arthur, North-by-Northwest: the matière de Bretagne in Old Norse-Icelandic romances. Hafniæ, Reitzel 1981, xii + 277 s. Bibliotheca Arnamagnæana 37.
  • The book of Reykjahólar : the last of the great medieval legendaries. University of Toronto Press 1996, xii + 322 s.
Greinar

Marianne E. Kalinke hefur ritað fjölmargar greinar og bókakafla um íslenskar fornbókmenntir, einkum riddarasögur, sjá skrár Landsbókasafns.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.