„Ólafsfjarðarmúli“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Reykholt (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 3: Lína 3:


==Samgöngur==
==Samgöngur==
Menn hafa um aldir lagt leið sína fyrir Múlann um tæpar götur þar sem erfiðir farartálmar voru í veginum svo sem Stóragjá, Tófugjá og Flagið. Upp úr 1960 var gerður bílfær vegur fyrir Múlann og þar með komst Ólafsfjörður í bílsamband við aðrar byggðir Eyjafjarðar. Yst í Múlanum lá vegurinn í 230 m hæð yfir þverhníptum björgum. Þar er Planið svokallaða, góður útsýnisstaður þaðan sem sést yfir Ólafsfjörð, inn Eyjafjörð, út til [[Grímsey]]jar og langt norður í [[Ballarhaf]]. Á fáum stöðum nýtur [[miðnætursól]] sín betur en séð frá Planinu. Vegurinn þótti hálfgerð glæfraleið eins og görutnar gömlu. Árið 1991 voru vígð jarðgöng gegn um Múlann, [[Ólafsfjarðargöng]], þá lagðist vegurinn fyrir Múlann af en er nú notaður sem gönguleið.
Menn hafa um aldir lagt leið sína fyrir Múlann um tæpar götur þar sem erfiðir farartálmar voru í veginum svo sem Stóragjá, Tófugjá og Flagið. Upp úr 1960 var gerður bílfær vegur fyrir Múlann og þar með komst Ólafsfjörður í bílsamband við aðrar byggðir Eyjafjarðar. Yst í Múlanum lá vegurinn í 230 m hæð yfir þverhníptum björgum. Þar er Planið svokallaða, góður útsýnisstaður þaðan sem sést yfir Ólafsfjörð, inn Eyjafjörð, út til [[Grímsey]]jar og langt norður í [[Ballarhaf]]. Á fáum stöðum nýtur [[miðnætursól]] sín betur en séð frá Planinu. Vegurinn þótti hálfgerð glæfraleið eins og göturnar gömlu. Árið 1991 voru vígð jarðgöng gegn um Múlann, [[Ólafsfjarðargöng]], þá lagðist vegurinn fyrir Múlann af en er nú notaður sem gönguleið.


== Ólafsfjarðarmúli í bókmenntum==
== Ólafsfjarðarmúli í bókmenntum==

Útgáfa síðunnar 25. mars 2016 kl. 00:54

Múlagöng, Eyjafjarðarmegin

Ólafsfjarðarmúli er fjallið sem skilur Ólafsfjörð frá Eyjafirði. Í daglegu tali er hann oftast nefndur Múlinn en upprunalegt heiti hans er Vámúli. Ysti hnjúkurinn er nefndur Múlakolla (um 960 m y.s.).

Samgöngur

Menn hafa um aldir lagt leið sína fyrir Múlann um tæpar götur þar sem erfiðir farartálmar voru í veginum svo sem Stóragjá, Tófugjá og Flagið. Upp úr 1960 var gerður bílfær vegur fyrir Múlann og þar með komst Ólafsfjörður í bílsamband við aðrar byggðir Eyjafjarðar. Yst í Múlanum lá vegurinn í 230 m hæð yfir þverhníptum björgum. Þar er Planið svokallaða, góður útsýnisstaður þaðan sem sést yfir Ólafsfjörð, inn Eyjafjörð, út til Grímseyjar og langt norður í Ballarhaf. Á fáum stöðum nýtur miðnætursól sín betur en séð frá Planinu. Vegurinn þótti hálfgerð glæfraleið eins og göturnar gömlu. Árið 1991 voru vígð jarðgöng gegn um Múlann, Ólafsfjarðargöng, þá lagðist vegurinn fyrir Múlann af en er nú notaður sem gönguleið.

Ólafsfjarðarmúli í bókmenntum

Í sjávarhömrum Múlans hjá Tófugjá er Hálfdanarhurð sem þjóðsagan segir að sé fyrir helli miklum þar sem tröll búa. Hurðin er berggangur úr brúnleitu basalti og sker sig vel frá dökkum klettunum í kring. Um Ólafsfjarðarmúla kvað Jón Helgason í kvæðinu „Áföngum“: „Ærið er bratt við Ólafsfjörð [...]“.