„Hrekkjavaka“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 95 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q251868
mEkkert breytingarágrip
Lína 24: Lína 24:
* [http://heritage.scotsman.com/traditions.cfm?id=2152582005 Scotsman.com:A harvest of Halloween traditions] ''(sótt 2. nóvember 2005)''
* [http://heritage.scotsman.com/traditions.cfm?id=2152582005 Scotsman.com:A harvest of Halloween traditions] ''(sótt 2. nóvember 2005)''


[[Flokkur:Tími]]
[[Flokkur:Tímatöl]]
[[Flokkur:Dagatal]]
[[Flokkur:Dagatal]]
[[Flokkur:Hátíðisdagar]]
[[Flokkur:Hátíðisdagar]]

Útgáfa síðunnar 3. apríl 2013 kl. 08:59

Hrekkjavaka er hátíðisdagur ættaður úr keltneskri trú þar sem hann hét upphaflega Samhain (borið fram sánj á írsku). Drúídar færðu þá þakkir fyrir uppskeruna og boðuðu komu vetursins. Hrekkjavaka er haldin 31. október, kvöldið fyrir Allraheilagramessu.

Mörk heima hinna lifandi og hinna dauðu voru óljós þennan dag og draugar og aðrar óvættir voru taldar sveima um og voru því bálkestir kveiktir til að vernda hina lifandi. Drúídarnir dulbjuggu sig til að þekkjast ekki og buðu óvættunum mat og drykk til að friðþægja þær.

Hrekkjavöku fylgdu ýmsar hefðir, leifar sumra þeirra lifa í hrekkjavöku nútímans þar sem fólk klæðist grímubúningum og sjá má drauga og aðrar óvættir í skreytingum. Börn ganga oft á milli húsa og biðja um nammi, og fái þau það ekki kasta þau oft eggjum í hús þeirra sem ekki gefa þeim.

Aðrir fornir hátíðisdagar annarra trúarbragða voru innlimaðir í hrekkjavöku í kristnum sið.

Siðir frá Skotlandi

Hvert keltneskt svæði hafði sína eigin siði, þeir voru þó að megninu til keimlíkir, einkum hvað varðar notkun elds.

Eldsraunin

Eldurinn minnir á bálkestina sem Drúídarnir kveiktu. Stöng var fest í loftið og neðan á henni voru epli og logandi kerti á sitthvorum endanum. Fólk reyndi síðan að bíta í eplið án þess að brenna sig. Á síðari tímum hefur kertið verið fjarlægt sökum hættunnar sem fylgir því og í stað eplis er oft að finna sætabrauð, eins og kleinuhring.

Vatnsraunin

Sagnir segja frá för Drúída til Eplalandsins. Þessa er minnst í vatnsrauninni þar sem fólk keppist við að bíta í epli sem fljóta í vatni.

Tengt efni

Heimild