„María mey“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
GhalyBot (spjall | framlög)
m r2.7.3) (Vélmenni: Bæti við: tl:Maria (ina ni Hesus)
Lína 96: Lína 96:
[[te:మరియమ్]]
[[te:మరియమ్]]
[[th:มารีย์ (มารดาพระเยซู)]]
[[th:มารีย์ (มารดาพระเยซู)]]
[[tl:Maria (ina ni Hesus)]]
[[tr:Meryem (İsa'nın annesi)]]
[[tr:Meryem (İsa'nın annesi)]]
[[uk:Діва Марія]]
[[uk:Діва Марія]]

Útgáfa síðunnar 14. janúar 2013 kl. 20:42

María mey með Jesú, málverk eftir Filippo Lippi, málað um 1440-1445

María mey er móðir Jesú samkvæmt Nýja testamentinu og öðrum kristnum heimildum. Mest er talað um hana í fæðingarfrásögnum guðspjallanna (Matt. og Lúk.). María var heitkona Jósefs og varð þunguð af heilögum anda, fæddi síðar son sinn Jesú. Ekki eru til margar frásagnir af því að María hafi fylgt Jesú á ferðalögum hans. Í Jóh. 19.25 er þó sagt að hún hafi verið viðstödd krossfestinguna. Í Postulasögunni er sagt að eftir krossfestinguna hafi María verið um kyrrt í Jerúsalem og segir hefðin að gröf hennar sé þar að finna.

María hefur orðið að tákni fyrir trúfesti og tryggð, sér í lagi í kenningum og helgihaldi rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Bæði innan hennar og rétttrúnaðarkirkjunnar gegnir María einnig hlutverki meðalgangara milli syndugs mannkyns og Guðs. Rómversk-kaþólska kirkjan staðfesti flekklausan getnað Maríu með trúarsetningu árið 1854, þ.e. áréttað var að María hafi verið getin án erfðasyndarinnar. Samkvæmt hefðinni steig María upp til himna og er Himnaför Maríu haldin hátíðleg þann 15. ágúst.

Snið:Tengill ÚG