„Queen Mary“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
m Maxí færði Queen Mary, University of London á Queen Mary: Styttri nafn
EmausBot (spjall | framlög)
m r2.7.3) (Vélmenni: Bæti við: ja:クイーン・メアリー (ロンドン大学)
Lína 20: Lína 20:
[[de:Queen Mary, University of London]]
[[de:Queen Mary, University of London]]
[[en:Queen Mary, University of London]]
[[en:Queen Mary, University of London]]
[[fi:Queen Maryn yliopisto]]
[[id:Queen Mary, Universitas London]]
[[id:Queen Mary, Universitas London]]
[[ja:クイーン・メアリー (ロンドン大学)]]
[[pnb:کوینمیری یونیورسٹی]]
[[pnb:کوینمیری یونیورسٹی]]
[[fi:Queen Maryn yliopisto]]
[[th:วิทยาลัยควีนแมรี มหาวิทยาลัยลอนดอน]]
[[th:วิทยาลัยควีนแมรี มหาวิทยาลัยลอนดอน]]
[[zh:玛丽王后学院]]
[[zh:玛丽王后学院]]

Útgáfa síðunnar 28. nóvember 2012 kl. 23:48

Bygging á aðallóð háskólans í Mile End
Queen's Building

Queen Mary, University of London (einnig þekkt sem Queen Mary, QMUL og QM) er opinber rannsóknaháskóli í London á Bretlandi. Hann er einn þeirra skóla sem tilheyra háskólanum í London. Queen Mary á rætur að rekja til 1785 og varð til þegar fjórir smærri skólar sameinuðust. Hann varð aðildarskóli háskólans í London árið 1995 og hefur síðan orðið einn stærsti undirskóli hans.

Aðallóð háskólans er staðsettur í Mile End í Austur-London en það eru líka lóðir í hverfunum Holborn, Smithfield og Whitechapel. Um það bil 16.000 nemendur læra við Queen Mary í fullu námi og tæplega 3.000 manns starfa þar. Tekjur háskólans námu 297,1 milljónum punda árið 2010–11 en 73,7 milljónir punda voru rannsóknastyrkir og samningar. Háskólinn skiptist í þrjár deildir: hugvísinda- og félagsvísindadeild, vísinda- og verkfræðideild og læknadeild (sem heitir Barts and The London School of Medicine and Dentistry). Innan læknadeildar eru 21 undirdeildir og stofnanir.

Árið 2011 var háskólinn settur í 11. sæti á lista yfir bestu háskólana í Bretlandi af dagblaðinu The Guardian. Háskólinn nam 13. sæti á lista Times Higher Education. Samkvæmt listanum Times Higher Education World University Rankings er Queen Mary 35. besti háskólinn í Evrópu og 120. besti háskóli heimsins. Það eru fimm Nóbelsverðlaunahafar meðal fyrrverandi og núverandi nemenda og starfsmanna skólans.

Queen Mary tilkynnti þann 12. mars 2012 að ætlað væri að ganga í Russell-hópinn, sem er hópur breskra elítuháskóla, í ágúst sama ár.

  Þessi Englandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.