Munur á milli breytinga „Fuglaspámaður“

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
'''Fuglaspámaður''' (eða '''fuglheillamaður''') ([[latína]]: ''augur'') var maður til forna sem las í hátterni [[fugl]]a eða flug þeirra. [[Kalkas]] í ''[[Ilíonskviða|Ilíonskviðu]]'' var frægur fuglaspámaður. Hann sagði t.d. leið fyrir skipum [[Grikkland hið forna|Akkea]] til [[Trója|Ilíonsborg]]ar, sökum spádómsgáfu þeirrar, er [[Appollon|Föbos Appollon]] hafði veitt honum. [[Helenos Príamsson]] var annar fuglaspámaður í ''Ilíonskviðu''.
 
Í [[Ódysseifskviða|Ódysseifskviðu]] segir á einum stað að spámaður nokkur hafi verið „glöggþekkinn á fuglateikn“.
 
Fuglar þeir sem fuglaspámaður las í nefndust ''spáfuglar''. [[Hrafn]]inn var oft talinn spáfugl á [[Ísland]]i til forna, og er enn sums staðar.
Óskráður notandi

Leiðsagnarval