Munur á milli breytinga „Ódóvakar“

Jump to navigation Jump to search
67 bætum bætt við ,  fyrir 4 mánuðum
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: thumb|Mynt slegin í Ravenna á Ítalíu árið 477, með mynd af Ódóvakar. '''Ódóvakar''' (um 431 - 493) var herforingi og valdamaður á Ítalíu á 5. öld, þekktastur fyrir að hafa gegnt lykilhlutverki í falli Vestrómverska keisaradæmisins. Í kringum árið 470 varð Ódóvakar einn valdamesti herforinginn innan vestrómverska hersins en hann var þó ekki af rómverji held...)
 
[[Mynd:Odovacar Ravenna 477.jpg|thumb|Mynt slegin í Ravenna á Ítalíu árið 477, með mynd af Ódóvakar.]]
'''Ódóvakar''' (um [[431]] - [[493]]) var herforingi og valdamaður á [[Ítalía|Ítalíu]] á [[5. öld]], þekktastur fyrir að hafa gegnt lykilhlutverki í falli [[Vestrómverska keisaradæmið|Vestrómverska keisaradæmisins]]. Í kringum árið 470 varð Ódóvakar einn valdamesti herforinginn innan vestrómverska hersins en hann var þó ekki af rómverji heldur "barbari", líklega af germönskum uppruna. Árið 476 var Ódóvakar lýstur konungur Ítalíu af hermönnum sínum og stuttu síðar rak hann [[Rómúlus Ágústus]] keisara í útlegð. Þessi atburður er yfirleitt talinn marka fall Vestrómverska keisaradæmisins og, í stærra samhengi, endalok [[fornöld|fornaldar]] og upphaf [[miðaldir|miðalda]]. Ódóvakar ríkti eftir þetta sem konungur Ítalíu til dauðadags, árið 493.
 
==Ævi==
 
Austgotneski konungurinn [[Þjóðrekur mikli]] leiddi her sinn til innrásar í ríki Ódóvakars árið 489. Keisarinn Zenon hafði egnt Þjóðrek til herfararinnar og lofað honum ríki á Ítalíu myndi hann steypa Ódóvakar af stóli. Þjóðrekur sigraði Ódóvakar í nokkrum orrustum og hóf að lokum umsátur um Ravenna, þar sem Ódóvakar hafði búist til varnar. Eftir langt umsátur sömdu Þjóðrekur og Ódóvakar um sameiginlega stjórn á Ítalíu og í kjölfarið, í mars árið 493, hleypti Ódóvakar Þjóðreki inn í borgina. Mennirnir tveir hittust svo í veislu til að fagna samkomulaginu en þegar veislan stóð sem hæst dró Þjóðrekur sverð sitt úr slíðri og veitti Ódóvakar banahögg.
 
 
[[Flokkur:Saga Ítalíu]]
[[Flokkur:Vestrómverska keisaradæmið]]

Leiðsagnarval