Munur á milli breytinga „Ísland“

Jump to navigation Jump to search
22.965 bæti fjarlægð ,  fyrir 1 ári
Tæmdi síðuna
(Tek aftur breytingu 1625676 frá 113.249.56.93 (spjall))
Merki: Afturkalla
(Tæmdi síðuna)
Merki: Sýnileg breyting Tæming blanking
{{Land
| nafn = Ísland<ref name="vísindav-nafn">{{H-vefur | url = http://www.visindavefur.is/svar.php?id=54970 | titill = Hvert er formlegt heiti landsins okkar? | höfundur = Ari Páll Kristinsson | dagsútgefið = 11.1.2010 | miðill = Vísindavefurinn | dags skoðað = 07.01.2013}}</ref>
| nafn_í_eignarfalli = Íslands
| nafn_á_frummáli =
| fáni = Flag of Iceland.svg
| skjaldarmerki = Coat_of_arms_of_Iceland.svg
| kjörorð =
| þjóðsöngur = [[Lofsöngur]] [[Mynd:Lofsöngur.ogg]]
| staðsetningarkort = Iceland (orthographic projection).svg
| höfuðborg = [[Reykjavík]]
| tungumál = [[íslenska]]
| stjórnarfar = [[Lýðveldi]]
| titill_leiðtoga1 = [[Forseti Íslands|Forseti]]
| nafn_leiðtoga1 = [[Guðni Th. Jóhannesson]]
| titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Íslands|Forsætisráðherra]]
| nafn_leiðtoga2 = [[Katrín Jakobsdóttir]]
| staða = Sjálfstæði
| atburður1 = [[Þjóðveldið|Þjóðveldi]]
| dagsetning1 = 930
| atburður2 = ''[[Gamli sáttmáli|Norsk hjálenda]]''
| dagsetning2 = 1262
| atburður3 = ''[[Kílarsamningurinn|Dönsk hjálenda]]''
| dagsetning3 = 14. janúar 1814
| atburður4 = [[Stjórnarskrá]] veitt
| dagsetning4 = 1. desember 1874
| atburður5 = [[Heimastjórnartímabilið|Heimastjórn]]
| dagsetning5 = 1. febrúar 1904
| atburður6 = [[Saga Íslands#Fullveldi|Fullveldi]]
| dagsetning6 = 1. desember 1918
| atburður7 = [[Lýðveldið Ísland|Lýðveldi]]
| dagsetning7 = 17. júní 1944
| flatarmál = 103.125
| stærðarsæti = 108
| hlutfall_vatns = 2,7%
| fólksfjöldi = 355.620
| mannfjöldaár = 1. september 2018
| mannfjöldasæti = 178
| íbúar_á_ferkílómetra = 3,1
| VLF = 14,488
| VLF_ár = 2015
| VLF_sæti = 142
| VLF_á_mann = 44.575
| VLF_á_mann_sæti = 23
| VÞL = {{stöðugt}} 0.895
| VÞL_sæti = 13
| gjaldmiðill = [[íslensk króna|króna]] (ISK)
| tímabelti = [[UTC]]+0 (enginn sumartími)
| umferð = hægra
| tld = is
| símakóði = 354
}}
 
'''Ísland''' er [[eyríki]] í [[Atlantshafið|Norður-Atlantshafi]] á milli [[Grænland]]s, [[Færeyjar|Færeyja]] og [[Noregur|Noregs]]. Ísland er um 103.000 [[ferkílómetri|km²]] að stærð, næststærsta [[eyja]] [[Evrópa|Evrópu]] á eftir Bretlandi og sú átjánda stærsta í heimi. Á Íslandi búa um 355.000 manns.
 
''[[Landnámabók]]'' segir frá hvernig [[landnám Íslands]] hófst kringum árið 874 þegar [[Ingólfur Arnarson]] nam hér land, þó aðrir hefðu áður dvalið tímabundið á landinu. Á næstu áratugum og öldum flutti fjöldi fólks til Íslands á tímabili sem nefnt er [[landnámsöld]]. Ísland komst með [[Gamli sáttmáli|Gamla sáttmála]] undir vald [[Noregur|Noregs]] árið 1262 og var undir stjórn Norðmanna og [[Danmörk|Dana]] til ársins 1918, þegar það hlaut [[Sjálfstæðisbarátta Íslendinga|fullveldi]]. Danska ríkið fór þó með utanríkismál og landhelgisgæslu fyrir hönd Íslands og löndin höfðu sameiginlegan konung þar til [[lýðveldi]] var stofnað á Íslandi 1944.
 
Á síðari hluta [[20. öld|20. aldar]] jókst [[Verg landsframleiðsla|þjóðarframleiðsla]] Íslendinga til muna og innviðir og [[velferðarkerfi]] landsins efldust. Árið 2007 var Ísland þróaðasta land heims samkvæmt [[Vísitala um þróun lífsgæða|vísitölu SÞ um þróun lífsgæða]], en árið 2008 hófst [[Efnahagskreppan á Íslandi 2008–2011|efnahagskreppan á Íslandi 2008–2011]]. Ísland er meðlimur í [[SÞ]], [[EFTA]], [[NATO]] og [[EES]].
 
== Saga ==
{{Aðalgrein|Saga Íslands|Heiti yfir Ísland}}
 
Ísland var, samkvæmt [[Íslendingabók Ara fróða|Íslendingabók]], fyrst numið af [[Noregur|norskum]] og [[Keltar|gelískum]] ([[Skotland|skoskum]] og [[Írland|írskum]]) [[landnemi|landnemum]] undir lok [[9. öldin|níundu]] og [[10. öldin|tíundu aldar]]. [[Þjóðveldið]] var sett á stofn með [[Alþingi]] árið 930 en það er meðal elstu [[þing|þjóðþinga]] sem enn eru starfandi. [[Færeyska lögþingið]] og hið [[mön (Írlandshafi)|manska]] [[w:en:Tynwald|Tynwaldsþing]] eru þau norrænnu þing sem hafa sambærilegan aldur og Alþingi Íslendinga.
 
Flestir landsnámsmanna voru [[ásatrú]]ar þó nokkrir [[kristni]]r og höfðu þeir flestir kynnst kristinni trú og látið skírast á [[Bretlandseyjar|Bretlandseyjum]]. Um svipað leyti sendi [[Haraldur blátönn]] Danakonungur [[Saxland|saxneskan]] biskup til Íslands til kristniboðs. Ekki gekk það alltaf og komu fleiri kristniboðar hingað á næstu árum og varð þeim nokkuð ágengt. [[Ólafur Tryggvason]] Noregskonungur var mjög áhugasamur um að kristna Ísland — með góðu eða illu. Á Alþingi sumarið 1000 ákváðu Íslendingar að taka kristni að ráðum [[Þorgeir Ljósvetningagoði Þorkelsson|Þorgeirs ljósvetningagoða]] sem þó var ásatrúar sjálfur fram að því.
 
[[Mótmælendatrú]] var innleidd í [[Danmörk]]u árið 1536 og áhrif [[Marteinn Lúther|Lúthers]] bárust hingað um það leyti með [[Þýskaland|Þýskum]] veiði- og verslunarmönnum. [[Jón Arason]], síðasti kaþólski biskup Norðurlanda var tekinn af lífi í [[Skálholt]]i 7. nóvember árið 1550 og eru [[siðaskiptin]] á Íslandi oftast miðuð við þann dag.
 
{{Saga Íslands}}
Ísland var ekki sett undir erlend ríki fyrr en næstum fjórum [[öld]]um eftir að það var fyrst numið. Þá fór svo að [[Listi yfir Noregskonunga|Noregskonungur]] náði landinu undir sína krúnu árið 1262. Síðar varð Ísland svo hluti af [[Kalmarsambandið|Kalmarsambandinu]] árið 1397, en [[Danmörk|danskir]] þjóðhöfðingar höfðu verið yfir Noregi og Íslandi frá 1380.
 
[[Svíþjóð]] leysti sig úr þessu sambandi árið 1523, og hét það þar eftir [[Dansk-norska ríkið]] og var gjarnan kallað Danaveldi. Seinna við aldamót [[18. öld|18.]] og [[19. öld|19. aldar]], í [[Napóleonsstyrjaldirnar|Napóleonsstyrjöldunum]] svokölluðu, reyndu Svíþjóð og Danmörk að halda hlutleysi sínu og árið 1800 gengu bæði löndin í svokallað ''Samband vopnaðs hlutleysis'' <small>[[:En:Second League of Armed Neutrality|(en)]] [[:Da:Væbnede neutralitetsforbund|(da)]]</small>.
[[Mynd:Denmark-Norway in 1780.svg|300px|thumb|left|Kort sem sýnir umfang Dansk-norska ríkisins um 1780]]
 
[[Bretland|Bretar]] töldu þetta ógn og réðust þar með á [[Kaupmannahöfn]] árið 1801. Eftir það gekk Danmörk úr því fyrirnefnda sambandi og gekk í bandalag við [[Napóleon Bonaparte|Napóleon]], [[Frakkland|Frakkakeisara]]. Bretar réðust því aftur á Kaupmannahöfn 1807 og hafði Svíþjóð þá gengið í lið við Breta. Þar sem Napóleoni hafði verið í nöp við Bretland síðan 1803, neyddi hann Dani til að lýsa yfir stríði á hendur Svíþjóð árið 1808. — Svíar hófu þar með innrás í Noreg, en á sama tíma réðust [[Rússland|Rússar]] á [[Finnland]] sem þá var undir sænskum yfirráðum. Þetta tveggja hliða stríð reyndist Svíum hörmung því allt Finnland var síðan fært undir yfirráð Rússa.
 
Árið 1814, þegar Danmörk var um það bil að tapa fyrir sænskum, rússneskum og þýskum hermönnum, samþykkti [[Friðrik VI|Friðrik VI Danakonungur]] [[Kílarsamningurinn|Kílarsamninginn]] um að færa Noreg undir [[Svíakonungar|Svíakonung]] í skiptum fyrir hið [[Pommern|sænska Pommern]] til að forðast hernám [[Jótland]]sskaga. Hinsvegar yrðu norsku eignirnar Ísland, [[Færeyjar]] og [[Grænland]] enn undir dönskum yfirráðum. Samningurinn tók aldrei formlega gildi, og lýsti Noregur yfir skammvinnu sjálfstæði og varð Pommern seinna undir [[Prússland|Prússneskum]] völdum. Með þessum hætti komst Ísland undir vald Danakonungs og varð hluti Danaveldis.
 
Ísland fékk [[stjórnarskrá]] og takmarkaða heimastjórn árið 1874 á þjóðhátíð í tilefni af [[1000 ára afmæli Íslandsbyggðar]], þar sem núverandi [[þjóðsöngur]] Íslands, [[Lofsöngur]] var frumfluttur. [[Fullveldi]] fylgdi í kjölfarið árið 1918 með [[Sambandslögin|Sambandslögunum]]. [[Kristján X]] var þar með sameiginlegur þjóðhöfðingi Danmerkur og Íslands til ársins 1944, þegar lýðveldið var stofnað. Bar hann titilinn ''konungur Íslands'' og var sá eini sem gerði það.
 
Árið 1949 gekk Ísland í varnarbandalagið [[NATÓ]]. Samningurinn var umdeildur og [[Óeirðirnar á Austurvelli 1949|urðu átök í kjölfarið]]. Ísland gerði varnarsamning við Bandaríkin. Ennfrem styrk hlaut landið styrk í formi [[Marshall-aðstoðin|Marshall-aðstoðarinnar]]. Fyrir styrkinn keyptu stjórnvöld fjölda togara og sjávarútvegur efldist. [[Varnarlið Íslands|Varnarlið Bandaríkjanna]] var á landinu frá 1951 til 2006.
 
Á 7. áratug aldarinnar hófst stóriðja með tilkomu [[Búrfellsvirkjun]]ar og [[Álverið í straumsvík|Álversins í Straumsvík]].
 
Landhelgisdeila við Breta braust út í formi [[Þorskastríðin|Þorskastríðanna]] (1958-1976 með hléum) sem varð til þess að landhelgin var aukin í 200 mílur.
 
Árið 1970 gekk Ísland í [[Fríverslunarsamtök Evrópu]] (EFTA) sem stuðla átti að frjálsri verslun. [[Handritamálið|Danir afhentu Íslendingum fornhandrit]] árið eftir; 1971.
 
[[Leiðtogafundurinn í Höfða|Árið 1986 var leiðtogafundur]] [[Mikhaíl Gorbatsjev]] og [[Ronald Reagan]] sem var mikilvægur í þíðu samskipta Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í [[Kalda stríðið|Kalda stríðinu]].
 
Árið 1994 gerði Ísland samning um [[Evrópska efnahagssvæðið]] (EES) sem er sameiginlegt markaðssvæði 31 ríkis í Evrópu.
 
[[Efnahagskreppan á Íslandi 2008–2011|Á árunum 2008-2011 var efnahagskreppa á landinu]] sem kom í kjölfar alþjóðlegrar efnahagskreppu. En frá 2001 höfðu íslenskir bankar verið einkavæddir og var skuldastaða þeirra mjög neikvæð þegar alþjóðkreppan skall á.
 
Á öðrum áratugi 21. aldar jókst tala ferðamanna til Íslands til muna.
 
== Stjórnmál ==
{{Aðalgrein|Íslensk stjórnmál}}
 
Ísland er [[lýðveldi]] með þingbundinni stjórn. [[Framkvæmdavald]]ið liggur hjá [[Forseti Íslands|forseta]] og [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórn]]. Æðsti maður ríkisstjórnar er [[Forsætisráðherra Íslands|forsætisráðherra]]. Ríkisstjórnin ber ábyrgð gagnvart [[Alþingi]], sem er handhafi [[löggjafarvald]]sins ásamt forseta. [[Dómsvald]] er í höndum [[Dómstólar Íslands|dómstóla]]; æðsti dómstóll landsins er [[Hæstiréttur Íslands|Hæstiréttur]].
 
[[Forseti Íslands]] er [[þjóðhöfðingi]] landsins og er þjóðkjörinn í beinni kosningu allra kjörbærra manna. Kjörtímabil hans er 4 ár. Forseti er ábyrgðarlaus á ríkisstjórnarathöfnum og lætur [[ráðherra]] framkvæma vald sitt. Hann veitir formönnum stjórnmálaflokka umboð til stjórnarmyndunar eftir kosningar til Alþingis og skipar ráðherra en oftast er þessu ferli í raun stýrt af stjórnmálaflokkunum sjálfum, aðeins þegar þeir geta ómögulega komist að niðurstöðu sjálfir nýtir forsetinn sér þetta vald og skipar sjálfur ríkisstjórn. Þetta hefur þó ekki gerst í sögu lýðveldisins en gerðist 1942 þegar [[Sveinn Björnsson]], þáverandi [[ríkisstjóri Íslands]], skipaði [[utanþingsstjórn]]. Forseti Íslands hefur málskotsrétt gagnvart þinglögum samkvæmt stjórnarskrá og ber þá að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu en lögin taka samt gildi, þangað til þau eru afnumin eða staðfest með þjóðaratkvæði.<ref>Deildar meiningar eru um raunveruleg völd forsetans, þá sérstaklega hvort hann geti neitað að skrifa undir lög og hvort slíkur gjörningur hafi einhverjar afleiðingar. Í [[Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands|stjórnarskránni]] er sagt að slík synjun kalli á [[Þjóðaratkvæðagreiðsla|þjóðaratkvæðagreiðslu]] um lögin, en hins vegar lætur forseti ráðherra framkvæma vald sitt og eru margir á þeirri skoðun að það gildi um þetta vald eins og önnur völd forseta.</ref> [[Ólafur Ragnar Grímsson]], þáverandi forseti, nýtti sér málskotsréttinn fyrstur forseta á Íslandi, þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin árið 2004.
 
[[Alþingi]], [[löggjafarþing]] Íslands, starfar í einni deild. 63 þingmenn þess eru kjörnir hlutfallskosningu í 6 [[Kjördæmi Íslands|kjördæmum]]. Kjörtímabilið er 4 ár en getur verið styttra ef það kemur til þingrofs en vald til að rjúfa þing liggur hjá ríkisstjórninni. Ráðherrar eiga einnig sæti á Alþingi en hafa ekki atkvæðarétt nema þeir séu einnig þingmenn en sú er reyndar venjan. Alþingi velur sér forseta til að hafa yfirumsjón með fundum þess. Ríkisstjórnir á Íslandi eru nánast ávallt samsteypustjórnir tveggja eða fleiri flokka en einnig eru dæmi til um minnihlutastjórnir, einkum og sér í lagi vegna þess að enginn flokkur hefur hlotið hreinan meirihluta á þingi, í það minnsta ekki frá endurreisn lýðveldis.
 
== Skipting í stjórnsýsluumdæmi ==
 
=== Kjördæmi ===
{{Aðalgrein|Kjördæmi Íslands}}
 
Íslandi er skipt upp í sex [[kjördæmi]] sem kjósa sína fulltrúa á [[Alþingi]].
 
=== Sveitarstjórn ===
{{Aðalgrein|Sveitarfélög á Íslandi}}
 
Íslandi er skipt upp í 73 sveitarfélög sem eru mikilvægustu stjórnsýslueiningar landsins og hafa víðtæk völd á sviði skólamála, skipulags, samgangna og félagsmála.
 
=== Sýslur ===
{{Aðalgrein|Sýslur á Íslandi}}
 
Íslandi hefur frá fornu fari verið skipt upp í sýslur til umboðsstjórnar. Hinar gömlu landfræðilegu sýslur eru ekki lengur formlegar stjórnsýslueiningar á Íslandi, [[sýslumenn]] eru enn þá við lýði en umdæmi þeirra fylgja ekki alltaf gömlu sýsluskiptingunni.
 
== Landafræði ==
[[Mynd:Map of Iceland.svg|thumb|Kort.]]
[[Mynd:Iceland sat cleaned.png|thumb|250px|right|Samsett [[gervihnattarmynd]] af Íslandi]]
{{Aðalgrein|Landafræði Íslands}}
 
Ísland er staðsett á [[heitur reitur|heitum reit]] á [[Atlantshafshryggurinn|Atlantshafshryggnum]]. Það er 102.800 ferkílómetrar að stærð. Þar eru tugir virkra [[Eldfjöll Íslands|eldfjalla]] og ber þar helst að nefna [[Hekla|Heklu]] (1491 m) og [[Eyjafjallajökull|Eyjafjallajökul]] (1666 m). [[Miðhálendið]] þekur um 40% landsins. Um það bil 10% eyjarinnar er undir [[Jöklar á Íslandi|jöklum]]. Á Íslandi eru [[hver]]ir víða, og gnótt jarðhita færir íbúunum heitt vatn, sem meðal annars er notað til húshitunar.
 
Ísland er önnur stærsta eyja Evrópu, á eftir [[Bretland]]i. Eyjan er vogskorin, og flestir bæir standa við [[fjörður|firði]], [[vík]]ur og [[vogur|voga]]. Helstu þéttbýlisstaðir eru [[höfuðborg]]in [[Reykjavík]], [[Keflavík]], þar sem einn af [[alþjóðlegur flugvöllur|alþjóðlegum flugvöllum]] landsins er, og [[Akureyri]].
 
Ísland liggur á tveimur jarðskorpuflekum, Norður-Ameríkuflekanum og Evrasíuflekanum. Landið telst sögulega til [[Evrópa|Evrópu]].
 
[[Ystu punktar Íslands]] eru þeir staðir sem eru lengst til höfuðáttanna.
 
===Dýralíf===
Á Íslandi eru [[fuglar]] mest áberandi og hafa sést hér [[Listi yfir fugla Íslands|330 tegundir]], þar af verpa 85 tegundir. <ref>[https://www.nat.is/Fuglar/fuglar_Islands.htm Fuglar Íslands]Nat.is, skoðað 22. janúar, 2019.</ref>
[[Heimskautarefur]] er eina landspendýr sem barst hingað á fyrirstilli manna.
 
== Efnahagsmál ==
{{Aðalgrein|Efnahagur Íslands}}
 
[[Efnahagur]] þjóðarinnar byggir enn að talsverðu leyti á [[Fiskveiðar|fiskveiðum]], sem afla nær 40% útflutningstekna og veita 8% vinnandi manna störf. Þar sem aðrar [[náttúruauðlindir]] skortir (fyrir utan jarðhita og fallvötn til virkjunar), er efnahagslíf á Íslandi viðkvæmt og háð heimsmarkaðsverði á fiski og sjávarafurðum. Auk þess geta minnkandi fiskstofnar í [[efnahagslögsaga|efnahagslögsögu]] landsins haft töluverð áhrif á sveiflur í efnahagslífinu og heimsmarkaðsverð á [[ál]]i og [[kísilgúr]]i sem eru stærstu útflutningsvörur Íslendinga á eftir sjávarafurðum.
 
Stjórn [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðis-]] og [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokks]], sat við stjórnartaumana frá 1995 til 2007. Hún hafði á stefnuskránni að draga úr ríkisumsvifum og einkavæða ríkisfyrirtæki. Ríkisútgjöld, sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, hafa þó vaxið síðustu ár.
 
Fjölbreytileiki í efnahagslífinu hefur aukist undanfarna tvo áratugi. [[Ferðaþjónusta]] verður æ fyrirferðameiri, og reyna Íslendingar að laða til sín útlendinga með auglýsingum um hreina og ómengaða náttúru og öflugt næturlíf.
Nokkuð dró úr hagvexti á árunum 2000 til 2002, en árið 2002 var hann neikvæður um 0,6%, frá 2003 hefur hagvöxtur hins vegar verið drjúgur en efnahagur í samanburði við nágrannalönd einkennst af óstöðugleika.
 
== Íbúar ==
{{Aðalgrein|Íbúar á Íslandi}}
 
Íslendingar eru í megindráttum [[Norðurlönd|norræn]] þjóð. Landið byggðist upphaflega norrænum mönnum, einkum frá [[Noregur|Noregi]], [[Svíþjóð]], [[Danmörk|Danmerkur]] og [[Keltar|Keltum]] frá nýlendum [[Víkingar|víkinga]] á [[Bretlandseyjar|Bretlandseyjum]] og Íslendingar hafa í gegnum tíðina átt mest samskipti við helstu fiskveiðiþjóðir á [[Norður-Atlantshaf]]i. Til er kenning um að Íslendingar séu að uppruna sérstakur þjóðflokkur, aðgreindur frá öðrum þjóðflokkum á norðurlöndum („[[Herúlakenningin]]“) en sú kenning hefur ekki fengið mikinn hljómgrunn. Á síðari tímum hafa ýmsar kenningar um uppruna þjóðarinnar verið settar fram með [[erfðafræði]]legum rökum. Þá er talað um að flestar konur sem hingað komu hafi verið keltneskar (flestar ambáttir) en karlarnir að miklu leyti norrænir.
 
Íbúafjöldi landsins sveiflaðist á milli um 30.000 og 80.000 við hefðbundinn efnahag í bændasamfélagi fyrri alda. Á [[19. öldin|19.]] og [[20. öldin|20. öld]] hefur Íslendingum fjölgað nokkuð ört og nú eru íbúar landsins rúmlega 330.000 auk nokkurra þúsunda af íslenskum uppruna sem ekki eru búsett á Íslandi. Árleg fólksfjölgun mælist um 2,2%.<ref name="mannfjöldi">{{Vefheimild|url=http://www.hagstofa.is/Pages/95?NewsID=3224|titill=Mannfjöldatölur frá Hagstofu Íslands|ár=2008|mánuður=22. desember|útgefandi=Hagstofa Íslands}}</ref> Árið 2011 gaf [[Hagstofa Íslands]] út þrjár tegundir mannfjöldaspáa fyrir 1. janúar 2060: lágspá sem spáir fólksfjöldanum 386.500, miðspá sem spáir fyrir 436.500 og háspá sem spáir 493.800 manns.<ref>[http://www.hagstofa.is/Pages/95?NewsID=5218 Spá um mannfjölda 2010-2060]{{sic}}, [https://hagstofa.is/lisalib/getfiletrack.aspx?ItemID=11237 Spá um mannfjölda 2010–2060 (Population projection 2010–2060)]</ref><ref>{{mbl|innlent/2011/05/31/islendingar_433_000_arid_2060|Íslendingar 433.000 árið 2060}}</ref>
 
===Trúmál===
Á Íslandi eru um 65% íbúa landsins meðlimir í hinni [[Evangelísk-lúthersk kirkja|evangelísk-lúthersku]] [[Þjóðkirkjan|þjóðkirkju]] og eru flestar fermingar, skírnir og jarðarfarir hjá henni.<ref>[http://px.hagstofa.is/pxis/sq/e47c92ca-c407-42a8-81ae-277333efce0c Mannfjöldi eftir trú og lífsskoðunarfélögum 1998-2016] Hagstofa.is. Skoðað 11. apríl, 2016.</ref> Önnur kristin trúfélag sem eru fjölmenn eru Kaþólska kirkjan og fríkirkjur. Fækkað hefur í Þjóðkirkjunni á síðustu árum.
 
===Íþróttir===
Vinsælasta íþrótt á Íslandi er [[knattspyrna]]. [[Handbolti]] hefur þó verið kallaður þjóðaríþrótt Íslendinga og hefur íslenska handboltalandsliðið hefur náð langt á stórmótum.
 
=== [[Innflytjendur á Íslandi]] ===
Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað mjög á Íslandi á 21. öld. Árið 2005 var fjölgunin 29,5% og 34,7% árið eftir.<ref name="innflytjendur">{{Vefheimild|url=http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/03/11/6_8_prosent_ibua_erlendir_rikisborgarar/|titill=6,8% íbúa erlendir ríkisborgarar|ár=2008|mánuður=11. mars|útgefandi=Mbl.is}}</ref> Árið 2007 voru erlendir ríkisborgarar 18.563 talsins (6[[%]] af íbúum Íslands), og þann 1. janúar 2008 voru 21.434 erlendir ríkisborgarar skráðir (6,8[[%]] af íbúum Íslands).<ref name="innflytjendur"/> Það er 15,5% fjölgun árið 2007. Hlutfall erlendra ríkisborgara af heildarmannfjölda Íslands er nú hærra en annars staðar á [[Norðurlöndin|Norðurlöndum]], en árið 2006 var það næst hæst í [[Svíþjóð]] eða um 5,4%.<ref name="innflytjendur"/> Konur voru jafnan fjölmennari í hópi erlendra ríkisborgara til árins 2003, en síðan 2004 hafa karlar verið fjölmennari en konur. Í árslok 2007 voru karlar með erlent ríkisfang 8,1% allra karla en konur 5,5% allra kvenna.<ref name="innflytjendur"/> Árið 2018 var samkvæmt Hagstofunni hlutfall innflytjenda 12,6%, tæplega 40% af þeim eru [[Pólland|pólskir]].
 
Samkvæmt viðhorfskönnun sem var gerð árið 2009 meðal um 800 innflytjenda kom fram að dræm íslenskukunnátta hamlaði þeim helst í því að nýta menntun sína í starfi.<ref>{{mbl|innlent/2009/11/09/rumlega_helmingur_innflytjenda_adlagast_vel|Rúmlega helmingur innflytjenda aðlagast vel}}</ref>
 
== Menning ==
{{Aðalgrein|Íslensk menning}}
 
=== Kvikmynda- og bókmenntaverðlaun ===
Árlega eru veitt verðlaun fyrir afrek liðins árs í bókmenntum og [[kvikmyndagerð á Íslandi]]. [[Edduverðlaunin]] eru verðlaun sem veitt eru þeim sem þykja hafa skarað fram úr á sviði kvikmynda og sjónvarps. Síðar á árinu eru [[Íslensku bókmenntaverðlaunin]] afhent því fólki sem talið er hafa borið af á ritvellinum.
 
== Tilvísanir ==
<div class="references-small"><references/></div>
 
== Tengt efni ==
* [[Alþingisbækur Íslands]]
* [[Heiti yfir Ísland]]
* [[Island.is|Ísland.is]]
* [[Íslensk sendiráð]]
 
== Tenglar ==
{{commons|Iceland|Íslandi}}
{{Wiktionary|Ísland}}
* [http://www.althingi.is/ Alþingi]
* http://www.islandsmyndir.is/
* [http://www.raduneyti.is Ríkisstjórnin]
* {{Vísindavefurinn|6590|Hvað er séríslenskt?}}
* {{Vísindavefurinn|54970|Hvert er formlegt heiti landsins okkar?}}
 
=== Blaðagreinar ===
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3312088 ''Hinir syndugu kvaldir í ísi og eldi''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1996]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3293834 ''Hver var fyrstur?''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1971]
* [http://timarit.is/direct_links_init.jsp?pageId=3292070 ''Hverjir fundu Ísland?''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1968]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000560276 ''Ísland og Íslendingar''; grein í Tímariti hins íslenska bókmenntafélags 1887]
{{Evrópa}}
{{Evrópuráðið}}
{{Norðurlandaráð}}
{{Vestnorræna ráðið}}
{{Atlantshafsbandalagið}}
{{Efnahags- og framfarastofnunin}}
{{Fríverslunarsamtök Evrópu}}
{{S|1944}}
 
[[Flokkur:Ísland| ]]
Óskráður notandi

Leiðsagnarval