Spjall:Ísland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Evrópa/N-Ameríka[breyta frumkóða]

"Ólíkt nágrannalandinu Grænlandi, telst Ísland til Evrópu, en ekki Ameríku." - Ég held að það sé jarðfræðilega/landfræðilega hluti af bæði Ameríku og Evrópu, sökum þess það situr á flekaskilum. Þótt stjórmálalega(?) séð sé það talið sem Evrópuríki. --Iceman 20:13, 16 ágú 2004 (UTC)

Jarðfræðilega er það tvímælalaust bæði í N-Ameríku og Evrópu en það þarf ekki að fara saman við landfræðilega skilgreiningu, samkvæmt henni er Ísland vissulega í Evrópu. Jarðskorðuflekar falla ekki alltaf saman við heimsálfuskipan heimsins. --Bjarki Sigursveinsson 20:19, 16 ágú 2004 (UTC)
Teh bjarkinn is right, og lærið nú að indenta svörin ykkar annars sleppi ég kynóðu kanínunni á ykkur. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 20:21, 16 ágú 2004 (UTC)
Já, þið hafið rétt fyrir ykkur. --Iceman 20:25, 16 ágú 2004 (UTC)

Næsti maður sem talar um Ísland í Norður-Ameríku skal gjöra svo vel og búa til sérheimsálfu fyrir Indland og nokkrar Karíbahafseyjar, smella Rússlandi í Norður-Ameríku og sameina Evrópu stærstum hluta Asíu! Vissulega er Ísland á mótum tveggja fleka, og vissulega er eitthvað túristatrikk að segja að hluti Íslands tilheyri Norður-Ameríku, en heimsálfur eru ekki, eins og augljóst er á kortinu, háðar flekunum heldur eru þær að mestu leyti menningarlegt fyrirbrigði eins og sjá má á þáttöku Ísraels í Eurovision meðal annars! --Stalfur 23. nóv. 2005 kl. 01:07 (UTC)

Ástæðan fyrir því að Ísrael tekur þátt í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er ekki sú landið teljist hluti Evrópu heldur að landið er í sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva en þrátt fyrir nafn þess sambands gerir það ekki kröfu um að aðildarríki séu í Evrópu. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 23. nóv. 2005 kl. 01:17 (UTC)
Ekki besta dæmið en mjög popúlískt. Betri dæmi eru líklega Armenía og Georgía sem taka þátt í ÖSE. Evrópa og Asía eru á sama flekanum þannig að það að það að þau teljist sem sitthvor heimsálfan er besta sönnunin þó á því að flekarnir eru ekki upphaf og endir heimsálfumarka. --Stalfur 23. nóv. 2005 kl. 01:20 (UTC)

Opinbert tungumál[breyta frumkóða]

Opinbert tungumál er samkvæmt greininni um það „það tungumál sem tekið er fram í stjórnarskrá ríkis að skuli vera hið opinbera tungumál ríkisins.“ þar með er opinbert tungumál á íslandi „Ekkert“ þar sem ekkert stendur fyrir ekki neitt eða ekki tilgreint - enn frekar er það ekki „íslenska í raun“ þar sem ekkert er til eða frá um það. Ég breytti þessu í „(Ekkert)“ þar sem mér finnst ekki nauðsynlegt að segja „Ekkert tilgreint“ þar eð greinin um hugtakið útskýrir hvað þetta er, þar að auki setti ég þetta inn í sviga svo að fólk sem ekki talar Íslensku haldi ekki að þetta sé hið íslenska heiti yfir tungumálið.

Enn fremur setti ég aftur inn röðina um þjóðtungu sem Bjarki tók út með miklum tilþrifum einmitt til að legga áherslu á muninn á þessu tvennu. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 20:11, 25 sep 2004 (UTC)

Þetta er greinilega mikið hitamál hjá sumum, þó vil ég benda á viss atriði. Ekki er getið um opinbert tungumál íslenska ríkissins í stjórnarskránni. Í stjórnarskránni er hins vegar byggt á þrískiptinug ríkisvaldsins, þ.e. löggjafar, framkvæmdar og dómsvald. Ríkisvaldið hvílir á þessum þremur stoðum. Í lögum nr.91/1991 um meðferð einkamála er þar kveðið í 1.mgr. 10.gr. laganna að þingmáið er íslenska. Er þar kveðið skýrt á í settum lögum að opinbert mál réttarkerfisins sé íslenska. Ekki er það nauðsynlegt til þess að tungumál teljist opinbert mál ákveðins ríkis að það sé kveðið á um slíkt í stjórnarskrá. Lög eru mun margþættari og flóknari en slík að einungis sé hægt að byggja einungis á settum lagatextum. Þá væri varla þörf fyrir lögrfræðinga. Til er nokkuð sem nefnist stjórnarskárígildi er þar jafnt átt við venjur, sem og sett lög og stjórnarfyrirmæli s.s. reglugerðir. Ef flutt væri mál á Alþingi á öðru tungumáli en íslensku, eða ef aðilar framkvæmdarvaldsins tækju upp á því að gefa borgurum fyrirmæli á öðrum tungumálum en íslensku, þá myndi slíkt vera brot á lögum, þar sem bæði stjórnskipunarvenjur mæla fyrir um íslensku sem opinbert mál auk þess sem kveðið er á um að íslenska sé opinbert mál réttarkerfisins, eins og áður sagði. Ef litið er einungis til settra laga um hvort íslenska geti talist opinbert tungumál þá er þetta ákvæði laganna um meðferð einkamála nægjanlegt. Í lögfræði er nokkuð til sem heitir lögjöfnun en samkvæmt því má beita tilteknum lagaákvæðum á önnur tilvik eða lagaleg úrlausnarefni (s.s. um hvort flytja megi þingmál á basknesku eða ekki) þar sem ekki er kveðið á um tiltekið efnisatriði eða sett lög hreinlega skorti. Ef upp kæmi dómsmál um slíkt, væri vitaskuld vísað til stjórnskipunarvenju um íslensku sem opinbert tungumál (það þarf nefnilega ekki að skrifa öll lög niður, það er franska og þýska lagahefðin sem er mjög á undanhaldi í réttarkerfum Evrópu), auk þessara venja og til þess að gera endanlega út um málið þá væri einfalt mál að beita löggjöfnun frá lögum nr. 91/1991 á lög um þingsköp Alþingis eða Stjórnsýslulögin. Ríkisvaldið er samsett heild þriggja þátta eins og áður sagði, og vegna þess að ef einhver ákvæði almenns eðlis um opinbert tungumál er að finna í lögum sem eitt þeirra byggir á, þá er slíkt yfirfæranlegt á hina þættina. Lög eiga að byggja á skynsemi, meginreglur laga um ríkisvald og stjórnskipun byggja á samræmi löggjafar, dómsvalds og framkvæmdarvalds og fáránlegt væri að halda því fram að ólík lög um opinbert tungumál mættu gilda milli þessara sviða. Í ljósi lögfræðinnar er það ekki álitamál að íslenska teljist fullgilt opinbert tungumál. Ef það að halda því fram að íslenska sé ekki opibert tungumál er eitthvert baráttumál fyrir einhverja aðila þá ætla ég ekki að taka þátt í einhverri baráttum um slíkt, engu að síður vildi ég benda á þessi atriði og gera stuttlega grein fyrir því að lög og lagahugtakið er mun víðtækara í fræðunum sem og framkvæmd en einungis sett lög (með settum lögum er átt við lög í lagasafni sem og fyrirmæli stjórnvalda, t.a.m. reglugerðir). vona að einhver muni fræðast af þessu. Kveðja KR

Þakka þér fyrir þetta innlegg. Þetta atriði hefur farið mikið í taugarnar á mér frá því að einhver spekingur birtist á ensku Wikipedia fyrir nokkru og hélt því fram að sérstaklega þyrfti að gera yfirlýsingu um það í ritaðri stjórnarskrá til að gera tungumál opinbert innan ríkis. Sumir tóku þessu sem heilögum sannleik án þess að hafa nokkuð annað fyrir sér en enska Wikipedia grein sem var ekki studd nokkrum heimildum og hafa gengið hart fram í því framfylgja þeim boðskap hér. Misskilningurinn virðist eiga rætur að rekja til þess að Bandaríkin og Bretland telja sig ekki hafa opinbert tungumál þrátt fyrir að nota ensku í stjórnkerfinu, það yrði varla tekið vel í það þó ef einhver flytti þingmál fyrir House of Commons á hindí... Á hinn bóginn höfum við lönd á borð við Þýskaland og Ísland sem engum dettur í hug að hafi ekki opinbert tungumál þó að það sé ekki minnst á það í ritaðri stjórnarskrá. Hugtakið er einfaldlega ekki túlkað eins í mismunandi löndum og ef við viljum endilega tilgreina opinber tungumál í þessum landagreinum þá eigum við bara að fylgja því sem venja er fyrir í hverju landi fyrir sig og í tilfelli Íslands held ég að það hvarfli ekki að nokkrum heilvita manni að halda því fram að íslenska sé ekki opinbert mál landsins. Ég ætla að breyta þessu og vona að það sé einhver skilningsglæta farin að kvikna hjá þeim sem vilja halda fram þessum bresk-bandarísku hugmyndum sem eiga ekkert erindi hér. --Bjarki Sigursveinsson 01:01, 25. apríl 2005 (UTC)
Gott að fá þessi viðbótarrök, enda er þetta mál augljóst öllum þeim er hafa einhverja þekkngu á lögfræði eða stjórnmálafræði. Stjórnarskrá er ekki endilega sá lagagrundvöllur sem ríkisvaldið hvílir á, það er ekki forsenda þess að ríkisvald starfi í skjóli stjórnarskrár, sbr. Bretland þar sem engin stjórnarskrá er til staðar. Almenn túlkun og skilgreining á því hvað teljist opinbert tungumál mætti vera á eftirfarandi hátt: opinbert tungumál ríkis telst það tungumál sem opinber stjórnvöld nota í samskiptum sínum við þegna tiltekins ríkis. Varðandi Bandaríkin eru því þrjú opinber tungumál í gangi þar sem stjórnvöldum ólíkra fylkja er gert að haga samskiptum sínum við þegnanna á ensku, frönsku (Lousiana) og spænsku (California) eftir atvikum, með samkiptum er átt við opinber gögn og það frelsi að þegn megi tjá sig á þessum viðurkenndu tungumálum í samskiptum sínum við stjórnvöld. Vildi bara koma þessu einnig að þar sem þetta atriði um að halda því fram að íslenska teldist ekki opinbert tungumál fór mjög í taugarnar á mér enda er ég alveg sammála þér að engin haldbær rök standi þar að baki. Kveðja, KR. --130.208.165.5
(Ég hef ekki haft mér í að svara þessu fyrr en nú en þessu var breytt fyrir löngu)
Þessi ágreiningur allur er af því sprottinn að fólk hér hefur mismunandi skilning á því hvað er opinbert tungumál, þú Bjarki virðist hafa þann skilning á málinu það að t.d. eitthvað mál eins og íslenska sé sérstaklega viðurkennt í ýmsum sérlögum þá sé það opinbert tungumál í landinu, ég hinsvegar hef þann skilning á málinu að til að eitthvað sé opinbert tungumál þá þurfi það að vera skilgreint í stjórnarskrá eða einhverjum öðrum lögum þar sem kemur fram að í þessu ríki skuli nota tungumál X innan ríkisbatterísins.
Því legg ég til að það verði skrifuð ný grein þar sem bæði sjónarmið koma fram, og tengt verði í heimildir varðandi þetta því það skiptir jú voða litlu máli hvað einhverju liði sem er að dunda sér við að skrifa alfræðiorðabók (þér og mér) finnst um þetta, þar sem alfræðiorðabók á jú ekki að vera grunnheimild. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 01:07, 26. júní 2005 (UTC)
Ótrúleg þráhyggja er þetta. Fyrir mér er það jafn augljóst og að himininn er blár að íslenska er opinbert tungumál Íslands. Svo að ég leiðrétti Ævar varðandi minn skilning á þessu hugtaki þá er hann sá að tungumál sé opinbert mál í ríki ef það er notað sem slíkt. Á Íslandi vinnur löggjafinn, dómsvaldið og framkvæmdavaldið á íslensku ==> íslenska er opinbert mál landsins, þannig hefur það ávallt verið og það er fyrir löngu orðin löghelguð venja sem að allir lögfræðingar viðurkenna að sé að minnsta kosti jafn rétthá og ákvæði í skráðum lögum væri. Svo að ég orði þetta öðruvísi: íslenska er opinbert tungumál Íslands samkvæmt íslenskum lögum, skráðum jafnt sem óskráðum. Á ensku væri þetta kallað de facto í samræmi við bresk/ameríska hefð að greina á milli skráðra (de jure) og óskráðra (de facto) lagaheimilda en slík aðgreining á ekkert erindi hér.
Það er hinsvegar rétt að þó að þetta sé svona augljóst, þá er þetta álit mitt enginn grundvöllur til að skrifa Wikipedia grein útfrá þar sem að Wikipedia má ekki vera frumheimild. Endilega reynum að finna alvöru heimildir um þetta (fyrir utan ensku Wikipedia þar sem að sú grein er frekar vafasöm) og höfum hugfast að það búa ekki allir í Ameríku. --Bjarki Sigursveinsson 10:11, 28. júní 2005 (UTC)
skilning[ur minn] á þessu hugtaki [...] er hann [...] að tungumál sé opinbert mál í ríki ef það er notað sem slíkt.
Hvað með þá muninn á lagalegri stöðu t.d. þýsku í Þýskalandi og íslensku á Íslandi, myndiru telja hann engann? Í þýskum lögum stendur „Die Amtssprache ist deutsch.“ [1] (opinbera tungumálið er þýska) en engin slík ótvíræð yfirlýsing er í Íslenskum lögum.
Engan sérstakan nei, Þjóðverjar hafa kosið að taka af allan vafa með svona yfirlýsingu. Það er skiljanlegt vegna þeirra stöðu á meginlandi Evrópu þar sem að önnur minnihluta tungumál eru til staðar á afmörkuðum svæðum. Ísland býr ekki við þá stöðu, staða íslenskunnar sem opinbers tungumáls hefur aldrei verið í vafa.
íslenska er opinbert tungumál Íslands samkvæmt íslenskum lögum, skráðum jafnt sem óskráðum.
Hvar er þetta skráð? Síðast þegar ég vissi var það ekki nær því eins og í þýskum lögum heldur í einhverjum undirlögum, þar að auki finnst mér ekki að það ætti neitt að teljast hvað er óskráð þar sem hér er jú verið að tala um skráð lög ekki satt? —Ævar Arnfjörð Bjarmason 7. júlí 2005 15:06 (UTC)
Þetta er skráð víða í íslenskum lögum. Íslenska er mál dómskerfisins, ríkisútvarpið á að beita sér fyrir verndun íslensku, í verkaskiptingu stjórnarráðsins fer menntamálaráðuneytið fer með málefni íslenskrar tungu, íslensk málnefnd er opinber stofnun til þess gerð að sjá um varðveislu íslenskrar tungu, mannanöfn skulu geta samræmst íslensku og nöfn sveitabæja, gatna, þéttbýlisstaða, fyrirtækja og vörumerkja skulu vera á íslensku. Þetta eru ekki "undirlög", það hugtak er bara ekki til. Þetta eru einfaldlega lög, samþykkt af Alþingi og jafn rétthá samkvæmt því. Vissulega væri hægt að setja í lög einfalda yfirlýsingu um það að íslenska sé opinbert tungumál Íslands en ekkert myndi breytast við það, það væri einfaldlega staðfesting á ástandi sem hefur alltaf verið til staðar og engum hefur dottið í hug að efast um hingað til.
Hér er verið að tala um lög, bæði skráð og óskráð. Réttarvenja sem hefur fest sig jafn rækilega í sessi eins og sú að íslenska sé opinber tunga Íslands er alveg jafn rétthá eins og hvað annað sem mönnum dettur í hug að samþykkja á Alþingi, meira að segja gerist það stundum að venja er talin rétthærri en skráð lög. Í íslenskum rétti er það einmitt stjórnarfar landsins sem er hvað mest mótað af venjurétti. Það kemur til dæmis hvergi fram í lögum að á Íslandi sé þingræði, hvergi eru ákvæði um að þing geti lýst yfir vantrausti á ríkisstjórn en þannig er það samt í framkvæmd og telst löghelguð venja. --Bjarki Sigursveinsson 7. júlí 2005 16:37 (UTC)

Nú 6 árum seinna er Íslenska orðið skv. einhverjum lögum opinbert tungumál Íslands: http://www.althingi.is/lagas/139b/2011061.html --Ævar Arnfjörð Bjarmason 4. nóvember 2011 kl. 10:36 (UTC)

Fors.rh. útnefndur af forseta?[breyta frumkóða]

Þjóðþing Íslands, Alþingi, telur 63 þingmenn. Þeir eru kosnir í alþingiskosningum á fjögurra ára fresti. Forsætisráðherra er æðsti maður ríkisstjórnarinnar, sem hefur framkvæmdavaldið á sinni könnu.

Forsætisráðherra er útnefndur af forsetanum, sem er kosinn á fjögurra ára fresti til að gegna embætti æðsta manns ríkisins.

Einhvernvegin finnst mér skrítið að lesa að fors.rh. sé útnefndur af forsetanum. Ég vildi frekar sjá seinna paragrafið eitthvað á þessa leið.

Forseti Íslands gefur stórnarmyndunarumboð til þess stjórmálaflokks sem ber sigur úr býtum í lýðræðislegum kosningum og fer með framkvæmdavald næsta kjörtímabil, oftast í samstarfi við aðra stjórmálaflokka á Alþingi. Sá flokkur velur forsætisráðherra.

En ég tek það fram að ég er ekki lögfræðingur, þessvegna hljómar þetta kannski svona ankannalega í mínum eyrum. --Sigatlas 23:51, 6 nóv 2004 (UTC)

Kjörorð[breyta frumkóða]

Eitt af því sem er gott við það að hafa samhæfð landasnið er að maður fær vissar upplýsingar útúr þeim, og það eru alveg jafn miklar upplýsingar að segja að Ísland sé ekki með opinbert kjörorð og að gefa það upp ef það væri til, alveg eins og það eru miklar upplýsingar í því að ekkert opinbert tungumál sé í landinu. Setti ég þetta því aftur inn. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 18:20, 31 des 2004 (UTC)

Næ ekki alveg upp í þetta staðlaæði, ef landið hefur engin kjörorð þá er alveg eins hægt að koma því á framfæri með því að sleppa þessari línu. --Bjarki Sigursveinsson 02:28, 2 jan 2005 (UTC)
Vissulega, en það er er einnig hægt að skilja þannig að greinahöfund(ur|ar) hafi gleymt því auk þess sem það gerir ráð fyrir að maður viti að þetta sé eitthvað sem venjulega er sett fram á þessum landaupplýsingakössum, og jafnvel þá er möguleki að einhver hafi gleymt því. Jafnvel eru enn sterkari rök fyrir að sleppa ekki opinbera tungumálinu, en það er einmitt algengur misskilningur að það sé íslenska. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 07:38, 2 jan 2005 (UTC)

Opinbert tungumál (aftur)[breyta frumkóða]

Ég tók út athugasemdina við Opinbert tungumál : Íslenska er notuð í raun þó að hún sé ekki skilgreind sem opinbert mál. sem er rökfræðilega vitlaus, íslenskar er ekkert notuð í raun þar sem skilgreiningin á opinberu tungumáli er það tungumál sem skilgreint er í lögum sem opinbert tungumál. Þar sem ekkert er skilgreint er Íslenska, ekki frekar en hebreska eða klingonska ekki í raun opinbert tungumál frekar en neitt annað, það er bara ekkert opinbert tungumál, punktur. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 08:46, 7 mar 2005 (UTC)

Íslenska er í Í RAUN (de facto) notuð sem opinbert tungumál, það er svo einfalt. --Bjarki Sigursveinsson 12:21, 7 mar 2005 (UTC)

Erfðarannsóknir[breyta frumkóða]

„Einangrun landsins hefur takmarkað innflutning og breytingar á erfðamengi þjóðarinnar í margar aldir. Í dag er erfðafræðileg einsleitni þjóðarinnar nýtt í rannsóknum í erfðafræði.“

En í greininni [History of Iceland] stendur þetta: "Though geographically removed from Europe, Iceland was never isolated. Mariners from many nations -- Christopher Columbus perhaps among them -- came to call and trade at Iceland's ports throughout the Middle Ages and early modern period."

Hvaða heimildir eru fyrir "erfðafræðilegri einsleitni þjóðarinnar"? Ég hélt að meginástæðan fyrir rannsóknum DeCode væru góðar heimildir um fjölskyldutengsl fólks á Íslandi sem ná frá því á 18. öld, en ekki meint "erfðafræðileg einsleitni". --Akigka 00:39, 13 mar 2005 (UTC)

Held þetta sé rangt, ekkert einangraðara en á öðrum eyjum örruglega. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 00:42, 13 mar 2005 (UTC)

Hreinn meirihluti[breyta frumkóða]

Ég trúi ekki öðru en að úrslit allra Alþingiskosninga frá endurreisn þingsins séu vel þekkt og skráð niður. Þess vegna er það dálítið leiðinlegt að lesa það hér að enginn flokkur hafi náð þar hreinum meirihluta, allavega ekki frá lýðveldisstofnun. Við verðum bara að fá það á hreint hvort það hafi einhverntíman gerst fyrir 1944 þá. --Bjarki Sigursveinsson 18:41, 17. júní 2005 (UTC)

En hvar finnur maður eiginlega slíkar upplýsingar? Okkur vantar stjórnmálafræðing hingað... --Sterio 17:48, 18. júní 2005 (UTC)
Smá heimildir hérna --Stalfur 23. nóv. 2005 kl. 01:24 (UTC)

Norrænir víkingar eða keltar[breyta frumkóða]

Ég var að glugga í einhverja bók niður í Bókval í gær (The Xenophobics guide to the Icelanders, ef ég man rétt) og þar kemur fram að skv. einhverri blóðflokkarannsókn séum við að miklum meiri hluta keltar frekar en norrænir víkingar (mikið áfall :). Veit ekki hversu mikið er til í þessu, en vert að líta á það kannski (vegna lýðfræði hlutans atarna). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 14:49, 18. júní 2005 (UTC)

Ég veit ekki betur en að það sé almennt samþykkt að genalega séð séum við svona 50/50 norræn og keltar. Konurnar sem komu hingað voru flestar keltneskar (þó ekki allar) og slatti af karlkyns þrælum líka, tekin á leiðinni hingað í Írlandi, en menningin varð aðallega norræn þar sem norrænir menn voru mikill meirihluta þeirra frjálsu. Þó var ákveðin keltneska hér, en ekki mikil. Vert að minnast á það, jú, en tengslin eru (að því ég amk best veit) aðallega genetísk... --Sterio 17:47, 18. júní 2005 (UTC)
Skipta þau þá yfirhöfuð máli? Er ástæða til að taka þetta fram, umfram það að Ísland hafi verið numið úr Noregi og Bretlandseyjum, eins og kemur fram í Landnámu? Finnst alltaf hálfkjánaleg þessi áhersla og áhugi á (genetískum) "uppruna Íslendinga", enda skiptir hann varla neinu einasta máli nema fyrir þá sem hafa gaman af að velta sér upp úr þjóðareinkennum, eða öðrum staðalmyndum. Sé ekki að þessi nýlega blóðfræðirannsókn sé hót merkilegri en Herúlakenning Aðils um þarsíðustu aldamót. (Afsakið ergilegheitin. Ég er ekki að halda því fram að þetta sé rangt, heldur aðeins að þetta séu kannski óþarfa klisjur). --Akigka 21:51, 18. júní 2005 (UTC)
Ég hef reyndar persónulega nokkurn áhuga á þessu, en ekki út frá erfðafræði sjónarhorni heldur út frá menningarsögulegu sjónarhorni. Keltnesk menning og germönsk er sitthvor, og á sitthvoran upprunan, það er merkilegt, finnst mér, að íslensk sé að hluta komin úr báðum, ekki bara germanskri (eða norrænni, öllu heldur)... Eða eitthvað þannig... --Sterio 11:13, 19. júní 2005 (UTC)
Það sem kannski fer helst í mig af þessum texta er að það er eins og Íslendingar séu blanda af norskum körlum frá Noregi, og keltneskum konum frá Bretlandseyjum, sem er auðvitað firra. Norrænir menn og konur komu bæði frá Noregi og Bretlandseyjum og með þeim bæði Vestmenn og -konur, að því er við best vitum. Svo horfir þessi upprunahugmynd auðvitað algerlega framhjá síðari tíma menningartengslum milli Norðurlanda, Bretlandseyja og Íslands sem Helgi Guðmundsson hefur verið að lýsa fyrir miðaldir (Um haf innan (1997)) og t.d. Helgi Þorláksson fyrir 16. og 17. öld. Þessi menningartengsl eru vissulega áhugaverð og miklu meiri en oft hefur verið gefið í skyn í íslenskri sagnaritun. En þessi ímynd af norsku víkingunum og keltnesku ambáttunum þeirra er að mínu viti ekki fimm aura virði og ætti ekki (finnst mér) að koma fram hér... (kannski undir hjáfræði?). --Akigka 12:46, 19. júní 2005 (UTC)
Ojæja, alla vega, ég ætla ekki að fara í eitthvað heilagt stríð út af þessum smámunum. Lenti líka í stappi við einhvern á enska hlutanum út af setningu í söguhlutanum sem var svipaðs eðlis; dró upp mynd af norskum víkingum sem hertóku sér keltneskar konur á Bretlandseyjum. Held það hafi endað með að hún líkti Biekko við mann sem neitar því að helförin hafi átt sér stað... sem var sum sé hennar mynd af landnámi Ísland. Sýnir, að mínu mati, í hvers konar ógöngur hugsunarinnar klisjur af þessu tagi geta leitt. --Akigka 12:55, 19. júní 2005 (UTC)
Það er mín vegna í lagi að minnast á það í fáum orðum hér hver "genetískur" uppruni Íslendinga er en ég er sammála Agigka um að þetta sé ekki sérlega mikilvægt svona í stóru sögulegu samhengi og í stuttri samantekt á gjörvallri Íslandssögunni eins og á að vera á þessari síðu þá er algjör óþarfi að eyða miklu púðri í þetta. Þessi umræða hér minnti mig einmitt á enskuna og vitleysuna þar í kringum þetta atriði og ég var einmitt rétt í þessu að gera breytingar á sögukaflanum þar. --Bjarki Sigursveinsson 14:04, 19. júní 2005 (UTC)
Ég bara veit ekki til þess að það hafi nokkurntíman komið fram nokkurstaðar að konurnar hafi verið keltneskar og karlarnir norrænir. Þessi blóðflokkarannsókn sem ég nefni gerir held ég engan greinarmun á því. Það eina sem hún bendir á er að við erum ekki að meiri hluta af norrænum uppruna, sem er nokkuð merkilegt í mínum huga þótt það gæti sært einhverja (algjörlega að ástæðulausu reyndar því keltnesk menning er ekkert síðri). Við höfum samt augljóslega verið undir mikið meiri menningaráhrifum frá norðurlöndum, ég held það þurfi ekkert að skeggræða það. Þetta er örugglega eitthvað sem að menn hafa deilt um áður. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 14:11, 19. júní 2005 (UTC)

Hvað kemur Grænland málinu við?[breyta frumkóða]

"Ólíkt nágrannalandinu Grænlandi, telst Ísland til Evrópu, en ekki Ameríku." Ólíkt Færeyjum er Ísland sjálfstætt ríki en ekki undir Danmörku. Ólíkt Bretlandi er Ísland lýðveldi en ekki konungsríki. Ólíkt Afríku er kalt á Íslandi en ekki heitt. Sjáið þið hvert ég er að fara? Er ekki nóg að segja bara að Ísland tilheyri Evrópu? --Dresib 22. nóv. 2005 kl. 13:59 (UTC)

Endilega breyttu þessu :-) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22. nóv. 2005 kl. 14:44 (UTC)

Málskotsréttur forseta[breyta frumkóða]

Ég tók eftirfarandi úr greininni: „Ofangreind athugasemd er auðvitað alvarlega röng í ljósi fjölmiðlamálsins: 1. Forseti neitaði að skrifa undir lögin. 2. Afleiðingarnar voru þær að ríkisstjórnin dró lögin til baka. 3. Ríkisstjórnin vísaði ekki ákvörðun forsetans til Hæstaréttar sem hefði verið eina leiðin til að draga málskotsrétt forseta, lagalega í efa. 4. Vísunin: "forseti lætur ráðherra framkvæma vald sitt" á við um framkvæmdavald forseta og getur ekki gilt um lagavald. Ráðherra hefur ekki lagavald.“

Í fyrsta lagi er grein í alfræðiriti ekki vettvangur fyrir rökræður af þessu tagi. Í öðru lagi er þetta rangt. Hin „ofangreinda athugasemd“, þar sem fram kemur að dregið hafi verið í efa að forseti hafi raunverulega völd til að synja að skrifa undir lög og skjóta þeim þannig til þjóðaratkvæðagreiðslu, er ekki röng í ljósi „fjölmiðlamálsins“; öðru nær í ljósi fjölmiðlalagamálsins er hún kórrétt því í kjölfar málsins urðu umræður um málskotsréttinn og efasemdir um hann miklum mun meira áberandi. Það er líka rangt að eina leiðin til að draga í efa málskotsrétt forseta hefði verið að vísa málinu til Hæstaréttar; það hefði kannski verið eina leiðin til að fá efasemdirnar staðfestar. En þótt ríkisstjórnin hafi ákveðið að fara ekki þá leið, þá breytir það engu um að fræðimenn hafa efast um málskotsrétt forseta og höfðu gert það meira að segja mörgum árum áður en málið kom upp. Það má vel vera að þessar efasemdir séu byggðar á misskilningi og að Hæstiréttur myndi staðfesta málskotsréttinn, en það hefur samt ekki gerst enn þá og því er rétt, hlutleysis greinarinnar vegna, að geta þessara efasemda. Wikipedia er ekki rétti vettvangurinn til þess að berjast gegn einhverjum málstað, viðhorfi eða lagatúlkunum eins og t.d. þessum efasemdum. --Cessator 9. júlí 2006 kl. 09:06 (UTC)

Þykir mér nú umrædd efnisgrein og neðalmálsgrein einkar samhengislaus og sleppa úr ýmsum grundvallaratriðum sem þurfa að koma fram svo menn geti myndað sér skoðun sjálfir. Jásveisvei.
Andstætt því sem að maður gæti stundum haldið af umfjöllun fjölmiðla þá er Sigurður Líndal ekki óskeikull allsherjardómari um rétta og ranga lagatúlkun á Íslandi. Fleiri fræðimenn hafa greint þetta atriði, sumir komist að sömu niðurstöðu og Sigurður en aðrir verið algjörlega á öndverðu meiði. Þór Vilhjálmsson fyrrv. hæstaréttardómari lýsti t.d. þeirri skoðun sinni að forsetinn hefði ekki persónulegt synjunarvald í grein í Afmælisriti Gauks Jörundssonar sem kom út 1994. Sjálfum finnst mér nú röksemdafærsla Líndals meira sannfærandi en ítarleg greining á þessu álitaefni á heima í greininni Forseti Íslands. --Bjarki 9. júlí 2006 kl. 17:09 (UTC)
Sammála því að þetta eigi frekar heima í grein um forsetaembættið. Hins vegar þykir mér ekki rétt að taka þetta út héðan með þeim hætti sem gert var og láta líta út fyrir að um þetta séu bara alls ekki skiptar skoðanir, því það er rangt. Ég vona að nmgr. sé meira við hæfi hér en í grein um forsetaembættið væri alveg hægt að hafa heilan millikafla um þessar deilur. --Cessator 9. júlí 2006 kl. 17:28 (UTC)

Undarlegt[breyta frumkóða]

„Lýðveldið Ísland er land á samnefndri eyju..“ hvað á þetta við? Á að breyta? --Baldur Blöndal 20. október 2007 kl. 02:05 (UTC)

Herúlar?[breyta frumkóða]

Er Herúlakenningin nógu merkileg og viðtekin til þess að hún verðskuldi pláss í undirkaflanum um lýðfræði? Væri e.t.v. betra að setja hana inn undir "Sjá einnig" eða jafnvel að sleppa henni alveg? --Dresib 7. nóvember 2007 kl. 21:51 (UTC)

Síðbúið svar býst ég við: Herúlakenningin er alls ekki viðtekin, en hún er allmerkileg eins og aðrar kenningar um uppruna Íslendinga, sbr. þessi nýjasta um keltnesku ambáttirnar og norrænu víkingana þeirra. Vantar þarna reyndar kenninguna um hina týndu ættkvísl Benjamíns (Adam Rutherford) sem margir aðhyllast...--Akigka 5. febrúar 2008 kl. 20:12 (UTC)

Nafnalisti[breyta frumkóða]

Má þessi nafnalisti ekki vera í sérgrein? Þetta tekur alltof mikið pláss og er hálfundarlegt í þessu samhengi. Svo ægir þarna saman kenningum (settum saman úr samheitum ís + land) og heitum sem raunverulega hafa verið notuð.--Akigka 5. febrúar 2008 kl. 20:12 (UTC)

Má ekki fara að henda út þessum nafnalista? Það má vel vera að hann eigi heima í sérgrein, en varla hér... --Akigka 6. maí 2008 kl. 09:38 (UTC)
Jú, endilega hreint. — Jóna Þórunn 6. maí 2008 kl. 10:39 (UTC)

Vilhjàlmsson My son would be called this way in Icelandic? I live in France.


Þjóðbúningurinn[breyta frumkóða]

Væri ekki einhver innvígður hérna til í að gera grein um íslensku þjóðbúningana? Norsarar hafa allavega ágæta grein um þetta á sinni wikipediu og furðulegt er að hafa bara grein um Skotthúfuna hérna. Auðvelt væri að snara ensku greininni um efnið á íslensku. http://en.wikipedia.org/wiki/%C3%9Ej%C3%B3%C3%B0b%C3%BAningurinn -130.208.183.161 18. nóvember 2009 kl. 00:36 (UTC)

Opinbert heiti[breyta frumkóða]

Það hefur komið opinberlega fram að það sé rangt að Ísland heiti Lýðveldið Ísland. Sjá Ari Páll Kristinsson. „Hvert er formlegt heiti landsins okkar?“. Vísindavefurinn 11.1.2010. http://visindavefur.is/?id=54970. (Skoðað 23.2.2012). Orðið „lýðveldi“ í þessu samhengi er lýsing á stjórnarfarinu í landinu en ekki hluti af heiti landsins. --Cessator (spjall) 7. janúar 2013 kl. 11:22 (UTC)

Eilífur sumartími[breyta frumkóða]

Þegar klukkan var fest á Íslandi 1968 var ákveðið að láta sumartímann gilda alltaf (sbr. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=7367). Það þýðir ekki það sama og það sé eilífur sumartími því „sumartími“ merkir breyting á klukkunni sem er gerð yfir hásumarið í sumum löndum (en ekki á Íslandi). Því er ekki fyrirbærið „sumartími“ á Íslandi þótt núverandi tími hafi upphaflega verið sumartími. --Akigka (spjall) 8. maí 2017 kl. 10:10 (UTC)