Munur á milli breytinga „Hafstraumur“

Jump to navigation Jump to search
44 bætum bætt við ,  fyrir 7 árum
ekkert breytingarágrip
[[Mynd:Corrientes-oceanicas.gif|thumbnail|Hafstraumar]]
'''Hafstraumur''' er samfelld bein hreyfing [[haf|sjávar]] af völdum afla eins og [[vindur|vinds]], [[hitastig]]s, seltu og [[sjávarfall]]a sem stafa af aðdráttarafli [[Tunglið|tunglsins]] og [[Sólin|sólarinnar]].
 
Flæði hafstrauma er táknað með einingunni Sverdrup (Sv) og er ein slík eining jafnt og 1 milljón rúmmetrar á sekúndu. Samanlagt rennsli til sjávar úr öllum ám og fljótum jarðar er rúmmlega 1 Sv. Golfstraumurinn er meira en 100 Sv þegar hann er sterkastur en sú grein hans sem nefnd er Irmingerstraumur og flæðir í norðurátt vestan Íslands og inn á norðurmið, er aðeins um 1 Sv.
 
Djúpsjávarstraumur er hafstraumur á dýpi neðar en 100 m. Djúpstraumar í heimshöfunum sem eru fyrir neðan 1000 m eru knúðir í ferli sem nefnt er hita-seltuhringrás einkum á tveimur svæðum, við Suðurskautslandið og í Norður-Atlantshafi þar sem saltur hlýsjór flæðir norður Norður-Atlantshaf (Golfstraumurinn) og varmi berst frá honum til umhverfisins og kælir hann. Kælingin eykur eðlismassa sjávarins að hann sekkur að lokum og myndar djúpsjó, einkum í Norður-Grænlandshafi (milli Jan Mayen og Svalbarða), Labradorhafi (milli Grænlands og Labrador). Til að djúpsjór myndist verður selta yfirborðssjávarins að haldast há. Kaldi djúpsjórinn flæðir suður á bóginn en við yfirborðið flyst hlýsjór norður í stað þess sem sökk. Djúpsjávarflæðið yfir hryggina milli Grænlands, Íslands, Færeyja og Skotlands nemur samtals um 6 Sv.
 
 
== Heimild ==
* {{Vísindavefurinn|6372|Hvað eru hafstraumar?}}
 
{{stubbur}}
 
[[Flokkur:Haffræði]]
18.084

breytingar

Leiðsagnarval