„Hannes Finsen“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: thumb|right|Hannes Finsen. '''Hannes Kristján Steingrímur Finsen''' (13. maí 182818. nóvember 1892) var íslenskur lögfræðingur...
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 2: Lína 2:
'''Hannes Kristján Steingrímur Finsen''' ([[13. maí]] [[1828]] – [[18. nóvember]] [[1892]]) var íslenskur [[lögfræðingur]] sem var [[landfógeti]] og [[amtmaður]] í [[Færeyjar|Færeyjum]] og síðast [[stiftamtmaður]] í [[Ribe-stifti]] í [[Danmörk]]u.
'''Hannes Kristján Steingrímur Finsen''' ([[13. maí]] [[1828]] – [[18. nóvember]] [[1892]]) var íslenskur [[lögfræðingur]] sem var [[landfógeti]] og [[amtmaður]] í [[Færeyjar|Færeyjum]] og síðast [[stiftamtmaður]] í [[Ribe-stifti]] í [[Danmörk]]u.


Hannes fæddist í [[Reykjavík]] og var sonur [[Ólafur H. Finsen|Ólafs H. Finsen]] assessors og Maríu Nikólínu Möller konu hans. Afi hans var [[Hannes Finnsson |Hannes Finnsson]] biskup. Hannes varð stúdent úr [[Lærði skólinn|Lærða skólanum]] 1848 og lauk lögfræðiprófi frá [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]] [[1856]]. Hann vann fyrst í íslensku stjórnarskrifstofunni í [[Kaupmannahöfn]] en var skipaður landfógeti í Færeyjum 1858 og gegndi því embætti þar til hann varð amtmaður eyjanna 1871. Hann átti jafnframt sæti á færeyska [[Lögþing Færeyja|Lögþinginu]], fyrst sem þingmaður Suður-Straumeyjar frá 1869 og frá 1871 fast sæti sem amtmaður.
Hannes fæddist í [[Reykjavík]] og var sonur [[Ólafur H. Finsen|Ólafs H. Finsen]] assessors og Maríu Nikólínu Möller konu hans. Afi hans var [[Hannes Finnsson |Hannes Finnsson]] biskup. Hannes varð stúdent úr [[Lærði skólinn|Lærða skólanum]] 1848 og lauk lögfræðiprófi frá [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]] [[1856]]. Hann vann fyrst í íslensku stjórnarskrifstofunni í [[Kaupmannahöfn]] en var skipaður landfógeti í Færeyjum 1858 og gegndi því embætti þar til hann varð amtmaður eyjanna 1871. Hann átti jafnframt sæti á [[Færeyska lögþingið|færeyska Lögþinginu]], fyrst sem þingmaður Suður-Straumeyjar frá 1869 og frá 1871 fast sæti sem amtmaður.


Hannes lét af amtmannsembættinu 1884, flutti til Danmerkur og var skipaður stiftamtmaður í Ribe-stifti. Því embætti gegndi hann til dauðadags.
Hannes lét af amtmannsembættinu 1884, flutti til Danmerkur og var skipaður stiftamtmaður í Ribe-stifti. Því embætti gegndi hann til dauðadags.

Útgáfa síðunnar 5. apríl 2011 kl. 00:18

Hannes Finsen.

Hannes Kristján Steingrímur Finsen (13. maí 182818. nóvember 1892) var íslenskur lögfræðingur sem var landfógeti og amtmaður í Færeyjum og síðast stiftamtmaður í Ribe-stifti í Danmörku.

Hannes fæddist í Reykjavík og var sonur Ólafs H. Finsen assessors og Maríu Nikólínu Möller konu hans. Afi hans var Hannes Finnsson biskup. Hannes varð stúdent úr Lærða skólanum 1848 og lauk lögfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1856. Hann vann fyrst í íslensku stjórnarskrifstofunni í Kaupmannahöfn en var skipaður landfógeti í Færeyjum 1858 og gegndi því embætti þar til hann varð amtmaður eyjanna 1871. Hann átti jafnframt sæti á færeyska Lögþinginu, fyrst sem þingmaður Suður-Straumeyjar frá 1869 og frá 1871 fast sæti sem amtmaður.

Hannes lét af amtmannsembættinu 1884, flutti til Danmerkur og var skipaður stiftamtmaður í Ribe-stifti. Því embætti gegndi hann til dauðadags.

Hann var tvíkvæntur og voru báðar konur hans danskar og raunar náskyldar, Johanne Sofie Caroline Christine Formann og Birgitta Kirstine Formann. Með konum sínum átti Hannes samtals tíu börn sem öll fæddust í Færeyjum. Á meðal þeirra voru Niels Ryberg Finsen, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í læknisfræði 1903, Olaf Finsen, bæjarstjóri Þórshafnar og Vilhelm Hannes Finsen, póstmeistari í Kaupmannahöfn.

Heimildir

  • „Candidati juris. Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags, 3. árgangur 1882“.