Keppnisíþrótt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Keppnisíþróttir eru þær íþróttir sem stundaðar eru í keppni við aðra. Margar íþróttir eru iðkaðar bæði sem skemmtun eða heilsubót og sem keppnisíþrótt. Þegar íþróttir eru stundaðar í kappi verða þær gjarnan meira spennandi og skemmtilegri, ýmsir hafa þó gagnrýnt þær á þeim grundvelli að þær séu niðurbrjótandi fyrir meirihlutan sem tapar og það sé hægt að njóta íþrótta sem þeirrar heilsubótar sem þær eru þrátt fyrir að engin keppni sé með í spilinu. Það er heldur ekki óalgengt að einhverskonar veðmál tengist áhorfinu, gjarnan kallað að tippa, til dæmis á fótboltaleiki eða veðja á veðhlaupahesta.