Kenning um réttlæti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Kenning um réttlæti (e. A Theory of Justice) er rit um stjórnmálaheimspeki og siðfræði eftir bandaríska heimspekinginn John Rawls. Það kom fyrst út árið 1971 en endurskoðuð útgáfá komu út árið 1999. Þegar ritið kom fyrst út olli það fjaðrafoki í heimspeki og blés nýju lífi í stjónspekina.

Í Kenningu um réttlæti reynir Rawls að lesa vandann um réttláta dreifingu takmarkaðra gæða með kenningu sem byggði á vel þekktri hugmynd um samfélagssáttmálann. Kenning Rawls er þekkt sem kenningin um „réttlæti sem sanngirni“. Með kenningunni rennir Rawls stoðum undir tvær reglur um réttlæti sem nefndar hafa verið frelsisreglan og fjalldalareglan.