Fara í innihald

Kenýafjall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Keníafjall)
Kenýafjall

Kenýafjall er annað hæsta fjall Afríku á eftir Kilimanjaro. Hæsti tindur þess, Batian, rís 5.199 metra yfir sjávarmáli. Fjallið er í miðju Kenýa sem dregur nafn sitt af því. Það er um 150 km norðnorðaustan við höfuðborgina Naíróbí. Fjallið er eldkeila sem myndaðist þremur milljónum ára eftir myndun Sigdalsins mikla. Upphaflega var það 7.000 metrar á hæð en jökulís hefur sorfið það niður.