Fara í innihald

Keila (ljósnemi)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Keilur eru önnur af tveimur aðaltegundum ljósnema í auga. Hin tegundin kallast stafir.

Keilur fá nafnið af lögun sinni. Keilur eru þéttastar um miðjudæld en eru ekki jafn ljósnæmar og stafir en sjá aftur á móti um skynjun smáatriða og lita. Til eru þrjár aðaltegundir keilna sem svara mest við mismunandi bylgjulengdum ljóss. Oftast eru þær kallaðar rauðar keilur, grænar keilur og bláar keilur, þótt það sé að sumu leyti rangnefni því rauðu og grænu keilurnar svara mest við ljósi af mjög svipaðri bylgjulengd (sem fólk skynjar yfirleitt sem gulgrænt annars vegar og grænt hins vegar).


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.