Keflavík við Súgandafjörð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Keflavík við Súgandafjörð er vík milli Súgandafjarðar og Skálavíkur. Brattar og skriðurunnar fjallshlíðar eru sitt hvorum megin við Keflavík. Þær heita Göltur (445 m) og Öskubakur (517 m). Aðeins þröngt dalsmynni, rúmlega 1 km að breidd skilur á milli þeirra. Þar eru miklar sjófuglabyggðir. Elstu jarðlög á Íslandi eru á neðst í þessum fjallshlíðum.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]