Fara í innihald

Kecap manis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kecap manis (til vinstri) og kecap asin (hefðbundin sojasósa).

Kecap manis, sæt sojasósa eða sojasíróp, er svört, sæt, ilmrík og sírópskennd sósa sem er mikið notuð í indónesískri matargerð. Kecap manis er gert með því að gerja mauk úr soðnum svörtum sojabaunum, ristuðu korni, salti og vatni. Maukið er látið mygla með sveppnum Aspergillus wentii. Síðast er bætt við það miklu magni af pálmasykri, allt að 50%. Stundum er sósan líka krydduð. Kecap manis er notuð í kryddlegi, kryddmauk og kryddsósur.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.