Keðjusög

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bensínknúin keðjusög.

Keðjusög er mótorknúin sög, oftast notuð af skógarhöggsmönnum til að saga niður tré, en einnig af garðyrkjumönnum til að kvista tré og snyrta runna. Sérstaklega útbúnar sagarkeðjur hafa verið útbúnar til að nota í keðjusagarlist, eins og t.d. þegar söguð eru út listaverk í ísklumpa. Flesta keðjusagir eru bensínknúnar, en líka eru til rafmagnsknúnar, og eru þær flestar ætlaðar til heimilisnota.