Karmídes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þessi grein fjallar um manninn Karmídes. Um samræðuna eftir Platon, sjá Karmídes.

Karmídes var forngrískur stjórnmálamaður frá Aþenu. Hann var einn af þrjátíumenningunum sem rændu völdum í Aþenu í kjölfar ósigurs í Pelópssakagastríðinu. Karmídes var móðurbróðir heimspekingsins Platons, sem nefndi eftir frænda sínum eina samræðu, Karmídes. Karmídes var drepinn árið 403 f.Kr. þegar lýðræðissinnar náðu á ný völdum í borginni.