Karl Gunnar Persson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Karl Gunnar Persson (19. mars 1943 - 14. september 2016) var sænskur hagsögufræðingur þar sem helsta framlag hans var í evrópskri hagfræði sögu.

Ævi[breyta | breyta frumkóða]

Persson fæddist í borginni Borås í Svíþjóð. Persson lærði hagsögu við háskólann í Lund. Hann vann sér inn Phd gráðu árið 1972 með rannsókn á verkalýðnum í Svíþjóð. Persson var fyrsti forsetinn hjá European Historical Economics Society og einn af upphafsmönnum af tímaritinu European review of economic history[1]. Persson vann meðal annars sem blaðamaður bæði í útvarpi og í blaði. Stærsta hluta ferilsins eyddi hann hjá Hagfræðideild Kaupmannahafnarháskóla þar sem hann var prófessor. Hann var giftur Ingrid Monica Andersson Wadbo (1944-2013)[2]. Karl Gunnar Persson lést á Ítalíu þegar hann var í hjólaferðalagi, hann var fluttur á spítala og lést þar samdægurs 14. september 2016[3]

Verk og störf[breyta | breyta frumkóða]

Pre-industrial Economic Growth:

Persson fjallar um hagvöxt fyrir iðnbyltingu og sýndi hann að tekjuvöxtur fyrir iðnbyltingu frá miðöldum hafi verið kringum 0.15-0.25 prósent á ári í Evrópu. Hann sýndi þar fram á að Malthusian modelið hafði í raun ekki bara eitt jafnvægi heldur nokkur jafnvægi, til þess þurfti tæknistig hagkerfisins að vaxa. Jafnvægiskilyrðin þurfti einnig að hafa fólksfjölgun og tekjur yfir framleiðslu[4]. Persson þurfti að gera ýmiskonar ályktanir í sínum rannsóknum fyrir tíma iðnbyltingarinnar þar sem gögn voru af skornum skammti.


Grain Markets in Europe, 1500–1900

Persson rannsakaði kornmarkaðinn frá 1500-1900, það var einn mikilvægasti markaðurinn á þeim tíma. Hans greining gerði honum kleift að draga almennari lærdóm, eins og að frjálsræði á markaði væri tengt pólitískri forræðishyggju. Hann fjallaði um hvernig kornmarkaðurinn í Evrópu gaf frá sér ummerki um reglugerðir. Tíður markaðsbrestur var á markaðinum, einnig var mikil verðsveifla. Það var sífellt hætta á skellum á kornmarkaðinum. Perrson notaði nútímahagrfæði til að skoða markaðinn og skoðaði kosti fríverslunar[5].


The law of one price

Lögmálið The law of one price fjallar um áhrif markaðsgerðardóms og viðskipti á samskonar vörum og verðunum á þeim sem hægt væri að græða á með að fara með vöruna frá einum markaði yfir á annan. Almennt er bara eitt verð í skilvirkum markaði (efficient market) þar sem vara kostar það sama fyrir alla óháð því hvar og hvenær hún er versluð. Í fulkomnum markaði þar sem "homo economicus" býr þá kosta vörur það sama, ef það væri verðmunur á tveimur mörkuðum þá væri ástæðan flutningskostnaður. Persson sýndi að með komu betri samskiptatækni eins og símskeytum þá varð fljótara fyrir ''the law of one price'' að ná jafnvægi því ef að það varð skellur á einum markaði þá fréttist það fyrr á hina markaðina[6].


An Economic History of Europe

Persson hélt því fram að snemma í sögu Evrópu var þekking á tækniframförum takmarkandi þáttur í hagvexti. Síðar urðu vísindalegar rannsóknir og stofnanir grundvöllur fordæmalausra tækniframfara og hagvaxtar nítjándu og tuttugustu aldarinar[7]. An Economic History of Europe er notuð sem kennslubók og er hún gerð til þess að skilja hagsögu Evrópu og alþjóðlegs samhengi þess á hagsöguna.

Karl Gunnar Persson skrifaði 5 bækur á árunum 1978 og 2010.[8]

Helstu verk[breyta | breyta frumkóða]

  • An Economic History of Europe: Knowledge, Institutions and Growth, 600 to the Present (2010)
  • Grain Markets in Europe, 1500-1900: Integration and Deregulation (1995)
  • Pre-Industrial Economic Growth, Social Organization, And Technological Progress In Europe (1988)
  • Essays on Mobility and Social Reproduction (1978)
  • The Economic Development of Denmark and Norway Since 1870 (1993)

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Giovanni Federico, Paul Sharp (2017). Karl Gunnar Persson (1943–2016). European Review of Economic History. bls. 133–139.
  2. „Karl Gunnar Persson 1943-2016 - Ancestry®“. www.ancestry.com.au (bandarísk enska). Sótt 9. október 2022.
  3. „Ciclista muore dopo il malore sull'Aurelia“. Il Tirreno (enska). Sótt 9. október 2022.
  4. Richard M. Smith (1990). Pre-industrial Economic Growth: Social Organization and Technological Progress in Europe. the economic journal. bls. 277–279.
  5. Persson, Karl Gunnar (1999). Grain Markets in Europe, 1500–1900: Integration and Deregulation. Cambridge Studies in Modern Economic History. Cambridge: Cambridge University Press. ISBN 978-0-521-65096-0.
  6. „The Law of One Price“. eh.net. Sótt 29. október 2022.
  7. Persson, Karl Gunnar (2010). An Economic History of Europe: Knowledge, Institutions and Growth, 600 to the Present. New Approaches to Economic and Social History. Cambridge: Cambridge University Press.
  8. „Books by Karl Gunnar Persson (Author of An Economic History of Europe)“. www.goodreads.com. Sótt 9. október 2022.