Karen Knútsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Karen Knútsdóttir 2016

Karen Knútsdóttir (f. 4. febrúar 1990) er íslensk handknattleikskona sem leikur með Blomberg-Lippe í Þýskalandi.

Karen lék með Fram alla yngri flokka og varð snemma einn af lykilmönnum meistaraflokks. Hún var í bikarmeistaraliði Fram árin 2010 og 2011. Hún var jafnframt í íslenska landsliðinu sem keppti í úrslitakeppni Evrópumótsins árið 2010 og á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu 2011. Karen var valin Íþróttamaður Fram árið 2010, þegar sá titill var veittur í þriðja sinn.

Karen er dóttir Knúts G Haukssonar fyrrum formanns HSÍ.