Fara í innihald

Kallíópa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kalliópa)
Hluti af málverkinu The Muses Urania and Calliope eftir Simon Vouet, þar sem hún heldur af eintaki af Ódysseifskviðu

Kallíópa (gríska: Καλλιόπη, Kalliope) er ein af menntagyðjunum níu og leiðtogi þeirra, enda elst og talin vitrust þeirra. Hún er gyðja kveðskapar, hetjuljóða og mælsku.

Nafn hennar þýðir „sú fagur-raddaða“.

Helsta einkennistákn hennar er áletruð vaxtafla en í sumum heimildum er hún sögð bera ritrollu eða bók ásamt skriffærum. Enn aðrar heimildir segja hana bera gullkórónu á höfði. Í eldri heimildum (þ.e. fyrir klassíska tíma Grikklands) er hún sögð halda á lýru (hörpu).

Fjölskylda

[breyta | breyta frumkóða]

Kallíópa er dóttir Seifs og Mnemosyne, eins og allar hinar gyðjurnar níu. Sjálf er hún talin móðir Orfeifs og Línosar en heimildum ber ekki saman um faðernið, guðinn Apollon og Þrakíukonungurinn Ojagros koma báðir til greina. Aðrar heimildir nefna líka aðrar músur sem mögulegar mæður Línosar. Einnig er Hymen, guð hjónabands, oft nefndur sem sonur Kallíópu en sumar heimildir tilgreina aðrar músur sem móður hans eða jafnvel Afródítu. Enn fleiri hafa verið bendlaðir sem synir Kallíópu en eins og áður fer heimildum ekki alltaf saman.