Kakemono
Útlit
Kakemono (japönsku: 掛け物, en nú oftast 掛け軸) er austurasískt málverk á pappírs- eða silkirenningum sem eru festir við kefli að neðanverðu. Kakemono-málverk eru bæði með mynd og áletrun og eru hengd á vegg við hátíðleg tækifæri (sjá: makimono). Kakemono er blek-og-pentskúfs málverk og hangir oft uppi í tehúsum til að setja réttu stemminguna og innihald þeirra er oftast í samræmi við árstíðina, atburðin eða það tækifæri sem fagna ber þegar hún er hengd upp.