Fara í innihald

Kúlombskraftur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kúlombskraftur eða lögmál Coulombs er kraftur sem verkar á milli tveggja punkthleðsla. Krafturinn svipar til þyngdarkraftsins að því leiti að krafturinn er í réttu hlutfalli við margfeldi rafhleðslanna en í öfugu hlutfalli við fjarlægðina á milli þeirra í öðru veldi. Þó er sá mikilvægi munur á að hleðslur hafa formerki ólíkt massa og í stað þyngdarfastans er svokallaður kúlombsfasti (k) sem er um 8,99 · 109 N·m2C-2. Krafturinn er reiknaður út svona sem vigur:

Hér k kúlombsfastinn sem áður var nefndur, Q1 og Q2 hvora hleðsluna og r er fjarðlægðinn á milli þeirra. Að lokum er þarna stefnuvigur fyrir kraftinn.

Almennt gildir að á kyrrstæða, rafhlaðana ögn með rafhleðslu q, sem er í rafsviði með rafsviðsstyrk E, verkar rafsviðskraftur F, sem er skilgreindur þannig:

F = q E.

Ef ögnin er á hreyfingu í rafsviði þá verkar á hana s.k. Lorentzkraftur.