Könnunarsögusafnið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Inni í safninu.

Könnunarsögusafnið (enska: The Exploration Museum) er safn í miðbæ Húsavíkur sem leggur áherslu á sögu mannlegrar könnunar. Safnið var opnað árið 2014 af forseta Íslands. Aðal sýningarrými safnsins er helgað geimferðum, æfingum bandarískra tunglfara í Þingeyjarsýslum árin 1965 og 1967, sem og tilraunageimskotum frakka sem áttu sér stað hér á landi árin 1964 og 1965. Þá eru í safninu munir og myndir tengdar landkönnun víkinga og norrænna manna og íslenskum landnámsmönnum. Safnið er til húsa að Héðinsbraut 3 á Húsavík þar sem áður var Hið íslenzka reðasafn. Eitt af markmiðum safnsins er að stuðla að aukinni þekkingu á könnunarsögu og tengslum Íslands við könnunarsögu heimsins.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.