Kíví (ávöxtur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ólíkar tegundir kívíávaxta:
A = A. arguta, C = A. chinensis, D = A. deliciosa, E = A. eriantha, I = A. indochinensis, P = A. polygama, S = A. setosa.
Loðber af ræktunarafbrigðinu „Hayward“

Kíví (eða kívíávöxtur eða loðber)[1][2] er ber sem vex á kívífléttunni og skyldum klifurrunnum.

Kíví rekja uppruna sinn til Kína en voru ekki ræktuð til matar þar. Kívírækt hófst á Nýja Sjálandi í byrjun tuttugustu aldar. Frá Nýja Sjálandi voru kívíin síðan flutt til vesturlanda á sjötta áratug. Algengasta ræktunarafbrigðið í dag er „Hayward“.

Innflutningur kívíávaxta til Íslands hófst á 8. áratug 20. aldar.[2]


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „EMB. Úr hvaða tveimur ávöxtum er kívíávöxtur búinn til? Vísindavefurinn 27.12.2000“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. mars 2007. Sótt 9. ágúst 2009.
  2. 2,0 2,1 Loðber og lárperur - um nafngiftir á ávöxtum. DV, 27. október 1988, bls. 31.
  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.