Kíví (ávöxtur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Ólíkar tegundir kívíávaxta:
A = A. arguta, C = A. chinensis, D = A. deliciosa, E = A. eriantha, I = A. indochinensis, P = A. polygama, S = A. setosa.
Loðber af ræktunarafbrigðinu 'Hayward'

Kíví (eða kívíávöxtur)[1] er ber sem vex á kívífléttunni (Actinidia). Margar tegundir kívíávaxta eru til en þekktust eru Actinidia chinensis (kínverskt stikilsber)[2] og Actinidia deliciosa (loðber).

Loðber rekja uppruna sinn til Kína en voru ekki ræktuð til matar þar. Loðberjarækt hófst á Nýja Sjálandi í byrjun tuttugustu aldar. Frá Nýja Sjálandi voru loðberin síðan flutt til vesturlanda á sjötta áratug. Algengasta ræktunarafbrigðið í dag er 'Hayward'.

Kíví á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Innflutningur kívíávaxta til Íslands hófst á 8. áratug 20. aldar en nafngiftin loðber fylgdi í kjölfari. Loðber er íslenskt nýyrði yfir kívíávöxtinn Actinidia deliciosa.[3] Annað nafn sem hefur verið notað yfir kíví á Íslandi er kínverskt gæsaber[4] en þetta er tökuþýðing yfir e. Chinese gooseberry (eldra nafn yfir kiwifruit).

Aðrar tegundir kívíávaxta þekkjast enn lítið á Íslandi.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.