Fara í innihald

Kímplanta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kímplöntur grass yfir 150 mínútna tímabil.
Kímplöntur einkímblöðungs (til vinstri) og tvíkímblöðungs (til hægri).

Kímplöntur eru ungar plöntur sem myndast við spírun fræs. Dæmigerð kímplanta samanstendur af þremur meginhlutum: kímrót, kímstöngli og kímblöðum. Skipta má blómplöntum í tvo hópa eftir því hversu mörg kímblöð kímplantan hefur, einkímblöðunga og tvíkímblöðunga. Kímplöntur berfrævinga eru mun fjölbreyttari en kímplöntur blómplantna. Til dæmis hafa kímplöntur furu allt að átta kímblöð.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.