Kæruheimild
Kæruheimild er í lögfræði heimild aðila máls til að kæra úrlausn stjórnvalds eða dómstóls á máli til annars aðila í stjórnkerfinu. Innan stjórnsýslunnar og dómstóla á Íslandi er almennt ekki heimilt að kæra úrlausn lægra setts aðila til æðra setts aðila án þess að lagaheimild eða venja kveði á um að það sé leyfilegt. Hins vegar er meginreglan sú að heimilt sé að kæra stjórnvaldsákvarðanir beint til dómstóla án þess að tæma öll úrræði innan hennar, þó athuga þurfi að íslenskir dómstólar hafa viðurkennt í sumum tilvikum að sumar ákvarðanir innan framkvæmdarvaldsins séu ekki kæranlegar til dómstóla og að einstök lagaákvæði um skyldu til að tæma öll stjórnsýsluúrræði fyrir málshöfðun til dómstóla hafi verið lögmæt.
Þó kæruheimild sé til staðar er ekki þar með sagt að aðilinn sem kært er til hafi formlega séð völd til að hrófla við niðurstöðu hins. Dæmi um slíkt eru kærur til Mannréttindadómstóls Evrópu en úrlausnir dómstólsins eru ekki formlega séð taldar vera bindandi að íslenskum landsrétti.