Kári Steinn Karlsson
Útlit

Kári Steinn Karlsson (fæddur 19. maí 1986) er íslenskur frjálsíþróttamaður. Hann er íslandsmeistari í 5000 metra hlaupi, 10.000 metra hlaupi, hálfu maraþoni og heilu maraþoni.[1]
Hann byrjaði að æfa hlaup 15 ára gamall. Hann var í verkfræðinámi í Kaliforníuháskólanum í Berkley á skólastyrk.[2]
Hann lenti í þriðja sæti í maraþonhlaupi í Trevisio á Ítalíu[3] og Norðurlandameistaramótinu í kaupmannahöfn. Á Norðurlandameistaramótinu ætlaði hann sér að taka forystu snemma í hlaupinu en datt og þurfti að vinna sig upp í þriðja sæti.[4]
Í maraþonhlaupi karla á Ólympíuleikunum 2012 hljóp hann með stein í skónum og lenti í 42. sæti af 100 keppendum.[5] Með þátttökunni varð hann fyrsti Íslendingurinn sem keppir í maraþonhlaupi á Ólympíuleikum.[6]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Íslandsmet í Frjálsum íþróttum“ Geymt 25 mars 2013 í Wayback Machine, Frjálsíþróttasamband Íslands
- ↑ „Dagurinn fer aðalega í æfingar og lærdóm” 24 stundir, 161. tölublað (26.08.2008), Blaðsíða 20
- ↑ „Kári steinn þriðji í maraþoni á Ítalíu” Vísir.is
- ↑ „Kári Steinn náði í brons á norðurlandamóti” Vísir.is
- ↑ Kári hljóp með stein í skónum RÚV
- ↑ „Gebrselassie villa að maraþonið á olympíuleikunum í London byrji fyrr um morgunin” Vísir.is