Kári Steinn Karlsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Kári Steinn Karlsson (fæddur 19. maí 1986) er íslenskur frjálsíþróttamaður. Hann er íslandsmeistari í 5000 metra hlaupi, 10.000 metra hlaupi, hálfu maraþoni og heilu maraþoni.[1]

Hann byrjaði að æfa hlaup 15 ára gamall. Hann var í verkfræðinámi í Kaliforníuháskólanum í Berkley á skólastyrk.[2]

Hann lenti í þriðja sæti í maraþonhlaupi í Trevisio á Ítalíu[3] og Norðurlandameistaramótinu í kaupmannahöfn. Á norðurlandameistaramótinu ætlaði hann sér að taka forystu snemma í hlaupinu en datt og þurfti að vinna sig upp í þriðja sæti.[4]

Í maraþonhlaupi karla á Ólympíuleikunum 2012 hljóp hann með stein í skónum og lenti í 42. sæti af 100 keppendum.[5] Með þáttökunni varð hann fyrsti íslendingurinn sem keppir í maraþonhlaupi á ólympíuleikum.[6]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip sem tengist íþróttum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.