Kálfá

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kálfá er dragá sem kemur af Flóamannaafrétti og rennur um Gnúpverjahrepp og í Þjórsá við Bólstað. Um skeið rennur áin í gljúfri sem nefnist Minni-Mástungugljúfur. Þar eru víða skriður, Mástungnamegin sem og Steinsholtsmegin. Fyrir framan Stóru-Mástungu kemur minni dragá, Tungná, í ánna.

Áin hefur lengi verið farartálmi en í dag eru þrjár brýr á ánni, allar einbreiðar, ein á Þjórsárdalsvegi milli Eystra-Geldingaholts og hreppsins, önnur stuttu ofar milli sömu aðila og ein (ræsi) milli Minni-Mástungu og Skáldabúða, en þá rennur áin til vestur og beygir undir Steinsholtsfjalli til suðvestur.