Kákasísk tungumál
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
40 tungumál eða þar um bil teljast til þessa málaflokks. Þeim er skipt í þrjár greinar: abkas-adigísk mál í norðvesturhluta Kákasuss, nakó-dagistan mál í norðaustri og kartvelsk eða suðurkákasísk mál. Til suðurmálanna telst georgíska, ríkismál í Georgíu og það kákasíska mál sem sér á flesta mælendur eða 4,5 milljónir. Til suðurflokksins teljast ennfremur málin san, með 400 þúsund mælendur, og svan með aðeins 20 þúsund mælendur.
Til norðvesturmálanna telst kabardíska (350 þús.), adigei (250 þús.) og abkasíska (100 þús.).
Nakó-dagistan málunum er skipt í sitt hvorn flokkin, dagistan mál og nakó mál. Til dagistan mála teljast avaríska (400 þús.), lessgíska (350 þús.), dargva (230 þús.), lakí (80 þús.) og tabasaríska (50 þús.). Til nakó-flokksins teljast téténíska (800 þús.) og ingúss (150 þús.).