Jötunuxar
Útlit
Jötunuxar | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Undirættir | ||||||||||||||||
|
Jötunuxar (eða étinuxi) (fræðiheiti: Staphylinidae) er ætt bjallna, með um 30.000 tegundir. Jötunuxar eru breytilegir að stærð, ýmist örsmáir eða allstórir. Þeir eru með litla skjaldvængi sem hylja aðeins fremsta hluta afturbols. Jötunuxar eru rándýr eða nærast á sveppgróum. Um 60 tegundir jötunuxa eru á Íslandi. Stærstur er jötunuxi (Creophilus maxillosus), sem er um 2 cm á lengd, svartur með grátt þverbelti yfir skjaldvængina.