Fara í innihald

Jubilee

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jubilee er bresk kvikmynd frá 1978 eftir leikstjórann Derek Jarman. Titill myndarinnar vísar til silfurkrýningarafmælis Elísabetar 2. Englandsdrottningar 1977. Myndin er heimsendamynd þar sem Elísabet 1. ráfar um í rústum Lundúna í óljósri framtíð eftir að Elísabet 2. hefur verið myrt. Í myndinni koma fram fjöldi þekktra breskra pönkara og pönkhljómsveitir á borð við Adam and the Ants, Siouxie and the Banshees, The Slits, Wayne County og Toyah Willcox flytja tónlistina sem Brian Eno sá um. Bæði Nell Campbell og Richard O'Brien úr The Rocky Horror Picture Show (1975) léku í myndinni. Atriði í myndinni eru tekin í borgarhverfum sem enn voru í rúst eftir loftárásir Þjóðverja í Síðari heimsstyrjöld.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.