Joe Wright

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Joe Wright
Upplýsingar
Fullt nafn Joseph Eugene Wright
Fæðingardagur 1. apríl 1963 (1963-04-01) (61 árs)
Fæðingarstaður    Carthage, Missouri, Bandaríkin
Hæð 1.92m
Leikstaða Bakvörður
Háskólaferill
1982–1994
1984–1986
State Fair Community College
Kansas State
Meistaraflokksferill1
Ár Lið
1991–1992
1993
1994
2002–2003
Turun NMKY
Breiðablik
Grindavík
Lenadores Durango

1 Meistaraflokksferill.

Joseph Eugene "Joe" Wright (fæddur 1. apríl 1963) er bandarískur fyrrum körfuknattleiksmaður. Wright setti stigamet í Úrvalsdeild karla í körfuknattleik er hann skoraði 46,6 stig að meðaltali í leik tímabilið 1992-1993.[1][2] Mest skoraði hann 67 stig í einum leik en það er það næst mesta sem einn leikmaður hefur skorað í efstu deild karla á Íslandi.[3][4]

Wright gekk til liðs við Breiðablik í janúar 1993 eftir að hafa spilað með Turun NMKY í hinni finnsku Korisliiga fram að jólum.[5] Hann hafði verið með 44,7 stig að meðaltali í leik með Turun NMKY tímabilið 1991-1992 og mest skorað 79 stig í einum leik, sem er met í efstu deildinni í Finnlandi.[6][7] [8] Wright var valinn í stjörnuleik KKÍ í febrúar 1993.[9]

Í september 1994 gekk Wright til liðs við Grindavík[10] og lék með þeim tvo leiki á móti M7 Basket í Evrópukeppni félagsliða.[11] Í leikjunum tveimur skoraði hann 30 og 29 stig.[12][13]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Heildartölfræði einstaklinga á einu tímabili - Meðaltöl
  2. Joe Wright - Tölfræði
  3. Heildartölfræði einstaklinga í stökum leikjum
  4. Joe Wright med 67 stig fyrir UBK
  5. Joe Wright mættur til Breiðabliks
  6. Stórskytta til Breiðabliks
  7. Stigakongur Finnlands til Blika?
  8. „Korisliiga - Metabók“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. júlí 2017. Sótt 30. júlí 2017.
  9. Stjörnuliðin valin
  10. Joe Wright snýr aftur
  11. "Gott að fara heim með 12 stig"
  12. Grindvíkingar langt frá sínu besta
  13. Tæpt hjá Grindavík