Joe Wright
Joe Wright | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Joseph Eugene Wright | |
Fæðingardagur | 1. apríl 1963 | |
Fæðingarstaður | Carthage, Missouri, Bandaríkin | |
Hæð | 1.92m | |
Leikstaða | Bakvörður | |
Háskólaferill | ||
1982–1994 1984–1986 |
State Fair Community College Kansas State | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | |
1991–1992 1993 1994 2002–2003 |
Turun NMKY Breiðablik Grindavík Lenadores Durango | |
1 Meistaraflokksferill.
|
Joseph Eugene "Joe" Wright (fæddur 1. apríl 1963) er bandarískur fyrrum körfuknattleiksmaður. Wright setti stigamet í Úrvalsdeild karla í körfuknattleik er hann skoraði 46,6 stig að meðaltali í leik tímabilið 1992-1993.[1][2] Mest skoraði hann 67 stig í einum leik en það er það næst mesta sem einn leikmaður hefur skorað í efstu deild karla á Íslandi.[3][4]
Wright gekk til liðs við Breiðablik í janúar 1993 eftir að hafa spilað með Turun NMKY í hinni finnsku Korisliiga fram að jólum.[5] Hann hafði verið með 44,7 stig að meðaltali í leik með Turun NMKY tímabilið 1991-1992 og mest skorað 79 stig í einum leik, sem er met í efstu deildinni í Finnlandi.[6][7] [8] Wright var valinn í stjörnuleik KKÍ í febrúar 1993.[9]
Í september 1994 gekk Wright til liðs við Grindavík[10] og lék með þeim tvo leiki á móti M7 Basket í Evrópukeppni félagsliða.[11] Í leikjunum tveimur skoraði hann 30 og 29 stig.[12][13]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Leikmannasíða Joe Wright[óvirkur tengill] á korisliiga.fi
- Leikmannasíða Joe Wright á kki.is
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Heildartölfræði einstaklinga á einu tímabili - Meðaltöl
- ↑ Joe Wright - Tölfræði
- ↑ Heildartölfræði einstaklinga í stökum leikjum
- ↑ Joe Wright med 67 stig fyrir UBK
- ↑ Joe Wright mættur til Breiðabliks
- ↑ Stórskytta til Breiðabliks
- ↑ Stigakongur Finnlands til Blika?
- ↑ „Korisliiga - Metabók“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. júlí 2017. Sótt 30. júlí 2017.
- ↑ Stjörnuliðin valin
- ↑ Joe Wright snýr aftur
- ↑ "Gott að fara heim með 12 stig"
- ↑ Grindvíkingar langt frá sínu besta
- ↑ Tæpt hjá Grindavík