Fara í innihald

Joachim Löw

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
HM 2014

Joachim „Jogi“ Löw (fæddur 3. febrúar 1960 í Schönau im Schwarzwald) er þýskur knattspyrnuþjálfari og fyrrverandi leikmaður. Síðan árið 2006 hefur hann þjálfað þýska landsliðið. Hann ákvað að hætta sem landsliðsþjálfari eftir EM 2021.

Sem knattspyrnumaður spilaði Löw m.a. með Stuttgart (1980-1981) Eintracht Frankfurt (1981–1982) og SC Freiburg (1985–1989). Hann byrjaði að þjálfa hjá félaginu FC Winterthur í Sviss árið 1994[1]. Árið 2006 var hann ráðinn til starfa hjá þýska landsliðinu, en var þar aðstoðaþjálfari frá júlí árið 2004[2]. Árið 2014 tókst honum að stýra liðinu til heimsmeistaratitils á HM 2014.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Joachim Löw“, Wikipedia (þýska), 17. mars 2021, sótt 25. mars 2021
  2. „Joachim Löw“, Wikipedia (þýska), 17. mars 2021, sótt 25. mars 2021