Fara í innihald

Jessica Stam

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jessica Stam

Jessica Stam (f. 23. apríl 1986) er kanadísk fyrirsæta.

Stam fæddist í Kincardine í Ontario og ólst upp á bóndabæ ásamt 6 bræðrum. Fjölskylda hennar var mjög trúuð í æsku hennar og upprunalega langaði hana helst til að verða tannlæknir. Þegar Stam var aðeins 16 ára var hún uppgvötvð af Michele Miller í Tim Hortons-kaffibúð. Hann er umboðsmaður í International Model Management skrifstofu í Barrie í Ontario.

Steven Meisel var svo fenginn til að taka af henni nokkrar myndir og fljótlega sló hún í gegn og hönnuðir á borð við Chanel, Marc Jacobs, Anna Sui, Vera Wang, Valentino, Sonia Rykiel, Miu Miu, Gucci, Prada, Dolce & Gabbana og Holt Renfrew vildu fá hana til starfs við sig.

Nú er hún eitt eftirteknarverðasta módelið enda hefur hún fengið viðurnefni „doll face“ eða dúkkuandlit.