Fara í innihald

Jersey-djöfullinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jersey-djöfulinnn eða Jersey-hesturinn er þjóðsagnakennd vera sem á að lifa á svæði Pine Barrens suður af New Jersey í Bandaríkunum.

Skepnunni hefur oftast verið lýst sem vængjaðri veru með hófa og gengur upprétt, en fjölmargar mismunandi lýsingar hafa verið gefnar. Aðrar lýsa loðinni skepnu líkri apa, skrímsli sem líkist stórum hundi, eða hreinlega hefðbundnum púka. En flestar eru tilkynningar sem lýsa skepnunni sem vængjaðri veru sem minnir á teikningu Johns Tenniel af Jabberwock-skrímslinu í bókinni Through the Looking Glass eftir Lewis Carroll, þó með djöfullegri ásjónu.

Þjóðsögnin veitti NHL íshokkíliði New Jersey innblástur fyrir nafn sitt: New Jersey djöflarnir.