Jean Baudrillard

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jean Baudrillard 2005

Jean Baudrillard (27. júlí 1929 – 6. mars 2007) var franskur félagsfræðingur, heimspekingur, menningarrýnir og ljósmyndari. Verk hans eru oft tengd póstmódernisma og póststrúktúralisma. Hann er þekktur fyrir hugmyndir sínar um ofurraunveruleika en hann taldi nútíma einkennast af óljósum mörkum milli raunveruleika og blekkingar og birtingarmyndir hans í fjölmiðlum virðist raunveruleikri en hann sjálfur. Hann taldi samskipti við tæki og tól hafa komið í stað framleiðslu og neyslu sem megineinkenni samfélagsins.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip sem tengist heimspeki og Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.