Japanskur hestamakríll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Japanskur hestamakríll
MaAji.jpg
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýr (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordate)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Borrar (Perciformes)
Ætt: Brynstirtluætt (Carangidae)
Ættkvísl: Trachurus
Tegund:
T. japonicus

Tvínefni
Trachurus japonicus
(Temminck & Schlegel, 1844)
Trachurus japonicus - Japanskur hestamakríll.

Japanskur hestamakríll eða hrossamarkíll er uppsjávarfiskur sem safnar sér saman í torfur yfir vetrartímann, er langlífur og góður sundfiskur. Þessar lýsingar eiga einnig við makríl og eru þessar tegundir ekkert ólíkar þrátt fyrir að vera fjarskildar. Hestamakríll er ekki stór fiskur en þeir eru með stór augu og sporðurinn er V-laga. Eitt sem einkennir þá er að neðri kjálkinn leitar fram á við.  

Við Japan veiðist „Japanese jack mackerel“ (T. japonicus) en veiðihefð fyrir honum er löng. Aji eða Ma-Aji eru japönsku heitin yfir japanskan hestamakríl en til eru um 140 tegundir af hestamakríl, 40 tegundir af þessum 140 býr í strandsjó Japans (Taste of Japan, e.d.).[1]


Veiði og veiðisvæði

Japanskur hestamakríll er veiddur í Kína, Japan, Kóreu og Taívan. En hann heldur til við strendur Japans. Fiskurinn er ekki nýttur til eldisræktunar. Frá árunum 1999 til 2014 voru veidd að meðaltali 268.772 tonn. Mesti aflinn er veiddur í Japan eða um 70% af heildaraflanum og næst á eftir kemur Kína en þeir eru aðeins með 18% af heildarafla en þetta er allt tölur frá tímabilinu 1999 til 2014. Kínverjar byrjuðu ekki að veiða japanska hestamakrílinn fyrr en um 2003 (Food and Agriculture Organization of the United Nations, 2008).[1]

Ef veiðar á japönskum hestamakríl eru skoðaðar í kringum 1960 sést að veiðarnar eru mun meiri en frá því um aldamót. Tölurnar eru sláandi því frá 1960 til 1965 eru veidd tonn að meðaltali yfir 500.000 tonn og það bara í Japan. Var það tæplega helmingi meiri veiði en er í dag.  En á þessu tímabili voru Kóreubúar og Japanar einu þjóðirnar sem voru að veiða japanska hestamakrílinn (Food and Agriculture Organization of the United Nations, 2008).[1]    

Líffræði

Japanski hestamakrílinn er uppsjávarfiskur sem heldur sig í torfum. Fiskurinn er ekki stór en hann getur orðið 40 cm langur en er vanalega minni um 13 til 17 cm langur. Mesta uppgefna þyngdin sem hefur verið birt er 660 grömm á stykkinu (Nicolas, B., e.d.). Hestamakrílinn er ílangur með stór augu hlutfallslega miðað við búkinn og með tálkngreiðu (e. Gill rake). Fiskurinn er blágrænn, grár eða svartur að ofan og silfurgljáandi hvítur að neðan. Fitu augnlok fisksins er vel þróuð. Fiskurinn getur lifað í allt að 12 ár (Blankestijn, A., 2011).[1]

Hestamakrílinn heldur sér vanalega á stöðum þar sem undirlagið eða botninn er sandur. Þeir eru vanalega á 50 til 275 m dýpi. Þeir eru í stórum torfum og oft með síld eða makríl. Kvenfiskurinn leggur 140.000 egg sem klekjast út í 5 mm langar lirfur (Nicolas, B., e.d.). Hestamakríllinn borðar fyrst og fremst krabbadýr (krabbaflóa), rækjur, en einnig smærri fiska (Fisheries and Aquaculture Department, e.d.).[1]

Matur

Aji eins og Japanarnir segja er matreitt á margann hátt til dæmis djúpsteiktur (Aji furai (Deep-fried Aji fish) og salt-grillaður (Shioyaki aji). Einnig er hann borðaður hrár og notaður í sushi gerð. Mikið er eldað af Aji eða japanska hestamarkílnum í Japan því hann er til allt árið um kring hjá þeim.  Sumir segja að fiskurinn fái nafnið Aji frá orðinu bragð því að fiskurinn á að bragðast vel sama hvernig hann er meðhöndlaður (Blankestijn, A., 2011). Fiskurinn er ekki aðeins borðaður sem kvöldmatur eða hádegismatur hann er einni á boðstólunum í morgunmatnum. Þar er hann borinn fram sem þurrkaður Aji, áður en hann er borinn fram er hann settur á grillið og grillaður.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 Heimildaskrá Árni Friðriksson. (1941). Hin mikla Brynstirtlugengd sumarið 1941. Náttúrufræðingurinn, 11(3-4), 146-160.  Blankestijn, A. (2011, 30. júlí). Aji (Japanese Horse Mackerel) [bloggfærsla]. Food and sake dictionary. Sótt 6. febrúar 2017 af http://japanesefooddictionary.blogspot.is/2011/02/aji-japanese-horse-mackerel.html Fisheries and Aquaculture Department. (e.d.). Trachurus japonicus. Sótt 5. febrúar 2017 af http://www.fao.org/fishery/species/2308/en Food and Agriculture Organization of the United Nations. (2008). Fao catch aqua culture. [tafla]. Sótt 6. febrúar 2017 af http://www.fao.org/ Jón Benedikt Gíslason. (2010). Brynstirtla Veiðar, vinnsla og markaðir. Sótt 5. febrúar 2017 af http://staff.unak.is/hreidar/Skjol/Sumarverkefni_2010_Brynstirtla_Jon.pdf Nicolas, B. (e.d.). Fish base. Trachurus trachurus (Linnaeus, 1758). Sótt 8. febrúar 2017 af http://www.fishbase.org/summary/1365 Sushi311. (e.d.). Aji Atlantic Horse Mackerel. Sótt 6 febrúar 2017 af http://www.sushi311.com/content/aji-atlantic-horse-mackerel Taste of Japan. (e.d.). Fish Aji (jack mackerel). Sótt 5. febrúar 2017 af http://www.tasteofjapan.ru/eng/products/fish/adzi.php
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.