Fara í innihald

Júlíana Sveinsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Júlíana Sveinsdóttir (fædd 31. júlí 1889 í Vestmannaeyjum, dáin 17. apríl 1966 í Danmörku) var ein fyrsta íslenska myndlistakonan.

Júlíana hafði áhuga á myndlist frá unga aldri og sótti kennslustundir til myndlistarmannsins Þórarins B. Þorlákssonar. Hún hóf síðan nám við Hinn konunglega danska listaskóla og ýmsa aðra listaskóla í Kaupmannahöfn áður en hún settist að í Danmörku. Júlíana málaði einkum landslagsmyndir og kyrralífsmyndir.

Gígur á reikistjörnunni Merkúr var nefndur Sveinsdóttir í höfuðið á Júlíönu árið 2008.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Magnús Jochum Pálsson (20. júní 2023). „Náðu mynd af Sveins­dóttur á Merkúríusi“. Sótt 20. júní 2023.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.