Jökulrispa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Í Noregi
Kosterhavet Þjóðgarður, Svíþjóð

Jökulrispur verða til þegar jökull fer yfir steina og klappir.

Á hverjum fersentímetra við botn t.d. 500 m þykks jökuls hvíla sem svara 45 kg. Og jöklar skríða stundum á hraða sem nemur frá nokkrum sentimetrum til eins eða tveggja metra á hverjum degi. Bergmylsna, sandkorn jafnt sem björg, festist í botni hvers jökuls bæði vegna innri afmyndunar íssins og eins vegna þess að jökullinn rennur til á undirlaginu. Bergmylsnan sverfur þá undirlagið um leið og hún mylst sjálf niður. Þá vinnur jökullinn eins og risastór þjöl sem mótar undirlagið með tímanum.

Þegar jökullinn að lokum hverfur við jökulhop, koma í ljód steinar og klappir sem eru alsett rákum, jökulrispum.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ari Trausti Guðmundsson, Ragnar Th. Sigurðsson: Íslenskur Jarðfræðilýkill. Reykjavík 2004