Jöklamús
Útlit
Jöklamús er ávalur smásteinn á jökli sem er allur mosavaxinn. Jöklamúsin er talinn velta undan vindum um jökulbreiðuna og þannig verða smám saman mosavaxinn allt um kring. Jöklamúsin fannst fyrst á Hrútárjökli í Öræfum árið 1950, vitað er um jöklamýs á Íslandi, Alaska, Svalbarða og Suður-Ameríku. Jón Eyþórsson, veðurfræðingur, var fyrstur til að lýsa fyrirbærinu og er höfundur nýyrðisins jöklamús.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Jón Eyþórsson 1950. Jöklamýs. Náttúrufræðingurinn 20, 182-184.