Fara í innihald

Jósef (sonur Jakobs)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Smámynd úr myndskreyttu handriti frá 15.öld sem sýnir Jósef að störfum

Jósef er sögupersóna í Hebresku biblíunni og Kóraninum. Hann tengir söguna af Abraham, Ísak og Jakob í Kanaanslandi við sögu af frelsun Ísraelsmanna frá þrælahaldi í Egyptalandi. 1. Mósebók segir að Jósef hafi verið ellefti af tólf sonum Jakobs og Rakelar og hann hafi verið seldur í ánauð af bræðrum sínum sem voru afbrýðisamir. Hann hafi síðan risið til metorða í Egyptalandi og orðið þar annar valdamesti maðurinn, næstur á eftir Faraó. Þegar hungursneyð varð í Egyptalandi þá komu Jakob faðir hans og bræður hans til Gósenlands í Egyptalandi.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]