Fara í innihald

Jón Víðis Jakobsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jón Víðis Jakobsson töframaður.

Jón Víðis Jakobsson (fæddur 7. janúar 1970) er íslenskur töframaður og var fyrsti forseti Hins íslenska töframannagildis.

Hann skrifaði Töfrabragðabókina sem kom út 2005 og safnar alls kyns höttum, húfum og öðrum höfuðfötum. Telur safn hans nú um 500 slíka gripi.