Jón S. Bergmann

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jón S. Bergmann (30. ágúst 1874 – 9. september 1927) var íslenskt skáld. Hann fæddist að Króksstöðum í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Sigfús Bergmann Guðmundsson og fyrri kona hans Jóhanna Jónsdóttir. Kona Jóns var Helga Málmfríður Magnúsdóttir (f. 1880) frá Miðhúsum í Garði en þau slitu samvistir. Jón og Helga áttu saman eina dóttur, Guðrúnu Jóhönnu (f. 1904).

Jón stundaði nám í Flensborg. Var hann síðan 3 ár í Englandi, þá barnakennari í Njarðvíkum og Keflavík og lögregluþjónn í Hafnarfirði um hríð frá 1906. Fór þá til Englands og var í siglingum frá Fleetwood til Ameríku í 7 ár. Kom þá enn heim, var víða og stundaði ýmis störf, einkum skrifstofustörf. Hann var hestamaður mikill.

Þegar Jón var til sjós þá mun skipskista hans hafa glatast í einni ferðinni og þar með allur skáldskapur hans í bundnu máli.

Jón varð snemma kunnur af ýmsum lausavísum og kvæðum enda hagmæltur mjög og fljótur að yrkja og er talinn einn af snjöllustu hagyrðingum landsins. Eftir Jón liggja fjölmargar lausavísur og tvær ljóðabækur Ferskeytlur (1922) og Farmannsljóð (1925). Saman hafa þessar bækur verið gefnar út sem Ferskeytlur og farmannsljóð (1949). Útgefandi Ferskeytlna og farmannsljóða var dóttir Jóns, Guðrún Jóhanna.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Á Wikiheimild er að finna texta sem tengist